Brasilískt Jiu-Jitsu

Brasilískt Jiu Jitsu:

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma.

Barna og unglingastarf:

Við hjá VBC trúum að Brasilískt Jiu-Jitsu stuðli að heilbrigðum, persónulegum vexti og byggi upp karekter.
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkar læra í Brasilísku Jiu Jitsu. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Einng er þetta góð leið til að komast í gott form, eignast vini og hafa gaman.

Upplýsingar um tímana: (Skoðu stundatöflu hér)

Börn: Barnatímarnir eru opnir fyrir alla á aldrinum 5-8 ára og er það árið sem skiptir máli. Í þessum tímum er æft í Gi (æfingagalla).

Unglingar: Unglingatímarnir eru opnir fyrir alla á aldrinum 8-14 ára og er það árið sem skiptir máli. Æft er í Gi (æfingagalla) á mánudögum, þiðjudögum og fimmtudögum og í Nogi (án galla) á miðvikudögum.

Byrjendur: Opnir öllum hvítbeltum sem vilja læra og styrkja grunninn sinn í Brasilísku jiu jitsu. Þegar iðkendur hafa öðlast góðan grunn geta þeir síðan mætt í miðstigstímana með leyfi þjálfara. Ekki er gerð krafa á að iðkendur eigi æfingagalla í þessum tímum.

Miðstig: Miðstigs tímarnir, einfaldlega merktir “BJJ” og “Nogi” á stundatöflunni, eru opnir fyrir öll belti. Eftir að Iðkendur hefur byggt upp góðan grunn í byrjenda prógraminu geta þeir mætt í miðstigstímana með leyfi þjálfara. Í þessum tímum er byggt ofan á tæknina sem iðkendur læra í byrjendatímum og er þess vegna gert ráð fyrir að iðkandi hafi öðlast góð tök á þeirri tækni. Í tímum sem merktir eru sem BJJ er æft í Gi (æfingagalla), þeir tímar sem merktir eru sem Nogi er æft án Gi (Æfingagalla) og er þá hefbundinn klæðnaður stuttbuxur og bolur.

Framhald: Í framhalds hópnum okkar eru eingöngu fólk sem fengið hafa 3 strípur eða hærri gráðun eða leyfi þjálfara til að taka þátt. Mikil krafa er gerð á góðum tæknilegum skilning og kunnáttu.

Marathon: 2 tíma æfing opin öllum sem klárað hafa byrjenda prógramið.

Nánari upplýsingar fást í vbc@vbc.is og í síma 537-1101. Allar skráningar fara í gegnum https://vbc.felog.is.

Yfirþjálfari er Daði Steinn

VBC BJJ er undir Cantagalo International. Yfirþjálfarar Cantagalo International eru Bruno Matias og Robson Barbosa.

VBC er einnig aðildarfélag BJÍ BJJ Samband Íslands og eru með virka nefndamenn í sambandinu.