Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmyndafræði að minni einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum.
Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Æfingar fara fram bæði í gi (í æfingargalla) og í no-gi sem er stundað í almennum íþróttafötum. Vert er að taka fram að ekki er leyfilegt að vera í fatnaði með rennilásum því það getur bæði skaddað andstæðinginn og dýnuna sem æft er á.