Frábær árangur á ÍM barna og unglinga í BJJ

VBC sendi frá sér sjö keppendur á íslandsmeistaramót barna og unglinga sem var haldið í húsakynnum Sleipnis í Keflavík í gær. Krakkarnir voru jafnt reyndir sem óreyndir keppendur og tók félagið heim tvö gull, eitt silfur og eitt brons á einu fjölmennasta móti sem haldið hefur verið á Íslandi. Það er alltaf jafn gaman að sjá þessa krakka keppa því það einkennir þau öll að þau gefast aldrei upp. Eins og alltaf hlökkum við til að sjá þau á næsta móti þegar þau hafa bætt sig ennþá meira.

10 gull á Íslandsmeistaramótinu í BJJ

Íslandsmeistaramót fullorðinna í brasilísku jiu-jitsu fór fram á Laugardaginn síðastliðinn. Í þetta sinn voru fjórtán keppendur frá VBC skráðir til leiks og fór liðið hæstánægt heim með tíu gull, tvö silfur, og tvö brons. Þökkum BJÍ fyrir frábært mót!

Skráning hafin í byrjendatíma í september

 

Byrjendatímar í Hnefaleikum, Muay Thai, Brasilísku Jiu Jitsu og MMA byrja 3 og 4 september.

 

 

 

Box byrjendur: byrjar 3 september.  –  Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00

Hér er lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma, byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni.
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.

 

 

 

Muay Thai byrjendur:  byrjar 4 september.  – Kennt  þriðjudaga og fimmtudaga frá 18:00 – 19:00

Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum.

 

 

 

BJJ byrjendur: byrjar 4 september. – kennt  þriðjudaga og fimmtudaga frá 20:00 – 21:00 og einnig eru hádegistímar í boði frá 12:00 – 13:00.

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma.

Opnir öllum hvítbeltum sem vilja læra og styrkja grunninn sinn í Brasilísku jiu jitsu. Þegar iðkendur hafa öðlast góðan grunn geta þeir síðan mætt í miðstigstímana með leyfi þjálfara. Ekki er gerð krafa á að iðkendur eigi æfingagalla í þessum tímum.

 

 

 

 

MMA byrjendur:  Nýjir tímar á stundatöflu VBC.

MMA Grappling er á mánudögum og miðvikudögum frá 19:30 – 20:30 og MMA Striking föstudögum 18:00 – 19:00
Þjálfarar Daði Steinn svartbelti í BJJ og Þórður Bjarkar Muay Thai þjálfari.

Enginn krafa er gerð um að vera í formi eða hafa þekkingu á bardagaíþróttum.

 

 

 

Verð fyrir 4 vikna byrjenda námskeið er 18.900.-

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is sendir fullt nafn, kt og símanúmer. Upplýsingar í 537-1101

Skráning í barna og ungmennastarf VBC Haust 2018

Nú er ný önn að hefjast í barna- og unglingastarfinu og er skráning hafin á vbc.felog.is. Æfingar byrja mánudaginn 3. september.

 

Brasilískt jiu-jitsu

8-15 ára

 

Kennt er fjóra daga í viku, mánudaga til fimmtudaga, klukkan 17:00 – 18:00

Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi, og ábyrgð eru gildi sem við kennum krökkunum í vinalegu og gagnvirku umhverfi.

Æfingagjald fyrir önnina eru 29.500kr, eða 39.500 ef keyptur er glímugalli (gi) við skráningu.

 

 

Box

Börn: 5 – 11 ára

 

Kennt er tvo daga í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, klukkan 17:00 – 17:45

Lögð er megináhersla á tæknikennslu í gegnum skemmtilega leiki og æfingar í öruggu umhverfi.

 

 

Unglingar: 12 – 16 ára

 

Kennt er tvo daga í viku, mánudaga og miðvikudaga, klukkan 17:00 – 18:00

Lögð er megináhersla á tæknikennslu í öruggu umhverfi.

 

 

Muay Thai

12 – 16 ára

 

Kennt er tvo daga í viku, mánudaga og miðvikudaga, klukkan 17:00 – 18:00

Lögð er megináhersla á tæknikennslu og grunnatriði í íþróttinni í öruggu og stjórnuðu umhverfi.

 

Skráning fer fram í gegnum vbc.felog.is/

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar, vbc.is. Endilega sendið á vbc@vbc.is eða á facebook síðu okkar, vbcmma, ef spurningar vakna.

 

Guðrún Björk með 3 gull og 1 silfur á Spanish national

IMG_20180618_214647

Guðrún Björk Jónsdóttir, meðlimur VBC náði frábærum árangri um helgina á Spanish nationals. Mótið fór fram í Guadalajara, rétt fyrir utan Madrid á Spáni. Hún keppti alls í fjórum flokkum og vann þrjú gull og eitt silfur.

Í gi vann Guðrún gull í -79,5 kg flokki eftir að vinna andstæðing sinn örugglega á stigum. Í opnum flokki í gi hafnaði Guðrún í öðru sæti þar sem hún vann fyrstu glímuna sina á stigum og tapaði í úrslitum á dómaraúrskurð.

Í nogi tók Guðrún gull í -76,5 kg flokki og í þeim opna. Hún vann úrslitaglímuna sína í -76,5 kg á stigum. Í opna flokknum vann hún fyrstu glímuna sína á stigum og þá seinni á armbar olnbogalás.

Spanish nationals er stórt aljóðlegt mót þar sem fólk allstaðar að mætir til leiks. Þetta er svo sannarleg flottur árangur hjá Guðrúnu og erum við stolt af henni.

Guðrún Björk með 1 gull og 3 silfur á Naga á spáni

20180602_182135

 

Guðrún Björk, þjálfari barna og unglinga hjá VBC, keppti um helgina á Naga á spáni. Alls keppt hún í 4 flokkum,

Guðrún Björk Jónsdóttir, þjálfari barna og unglinga í BJJ hjá VBC, tók þátt á NAGA móti sem fór fram í Malaga. Hún keppti í expert flokki í nogi (án galla) en expert flokkurinn er ætlaður fjólublá belti og hærra gráðaða. Þess má geta að Guðrún er með blátt belti. Einnig keppti hún í gi í flokki fyrir blá og fjólublá belti.

 

Guðrún vann sinn flokk í nogi og fékk silfur í gi. Henni var einnig boðið að keppa í flokknum fyrir ofan sig í bæði gi og nogi og að sjálfsögðu tók hún því með glöðu geði. Í þeim flokki fékk hún silfur í bæði gi og nogi. Hún keppti því í fjórum flokkum og tekur heim þrjár silfur medalíur og eina gull. Glæsilegur árangur hjá Guðrúnu.

 

Flottur árangur á Mjölnir open unglinga

 

20180603_124705

Annað mjölnismót helgarinnar fór fram í dag þar sem ungmenni fædd á árunum 2001-2013 glímdu í sex aldursflokkum. Sjö krakkar kepptu fyrir hönd VBC og stóðu þau sig öll með prýði. Hópurinn fór sáttur heim með þrjú silfur og eitt gull.

Krakkarnir halda stöðugt áfram að bæta sig og verður gaman að sjá þau ná langt í framtíðinni.

 

Karlotta Brynja með tvöfalt gull á Mjölnir open

 

KarlottaMO

Mjölnir Open var haldið í þrettánda sinn í dag í húsakynnum Mjölnis. Keppt var í nogi (án galla) og voru 55 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum. Tveir keppendur kepptu fyrir hönd VBC í ár en það voru þau Davíð Freyr Guðjónsson og Karlotta Brynja Baldvinsdóttir.

 

Davíð Freyr keppti í stærsta flokki mótsins og tapaði því miður fyrstu glímunni sinni á tveimur stigum, en sú glíma var á móti Matthew Miller. Karlotta Brynja vann tvöfalt gull með öruggan sigur í bæði sínum flokki og opnum flokki kvenna.

 

Blábeltingamót VBC 2018

IMG_6579

Annað árlegt blábeltingamót VBC var haldið í dag. Keppt var í Gi eftir IBJJF reglum, og glímdu 27 keppendur í sjö þyngdarflokkum og opnum flokkum beggja kynja. Einnig var ein ofurglíma milli Bjarka Þórs Pálssonar úr RVKMMA og Sigurpáls Albertssonar úr VBC. Sigurpáll sigraði glímuna með baseball hengingu í framlengingu eftir tæplega tólf mínútna glímu. Gull í opnum flokkum tóku Guðlaugur Þór Einarsson og Karlotta Brynja Baldvinsdóttir.

Auk Sigurpáls voru fimm keppendur frá VBC, sem allir tóku heim verðlaun.

 

Úrslit mótsins má finna hér að neðan:

Kk -64 kg

 1. Gunnar Sigurðsson, VBC
 2. Sigursteinn Óli Ingólfsson, Mjölnir
 3. Eggert Geir Axelsson, Mjölnir

Kk -70 kg

 1. Tómas Daði Bessason, Mjölnir
 2. Francis Jeremy Aclipen, Mjölnir
 3. Hlynur Torfi Rúnarsson, Mjölnir

Kk -76 kg

 1. Hrafn Þráinsson, Momentum BJJ
 2. Ilja Klimov, VBC
 3. Hákon Magnússon, RVK MMA

Kk -82 kg

 1. Valdimar Torfason, Mjölnir
 2. Vikar Hlynur Þórisson, Mjölnir
 3. Joseph Cardenas, Mjölnir

Kk -88 kg

 1. Guðlaugur Þór Einarsson, Mjölnir
 2. Guttormur Árni Ársælsson, Mjölnir
 3. Hrafnkell Þór Þórisson, Sleipnir

Kk +100 kg

 1. Sindri Már Guðbjörnsson, RVK MMA
 2. Anton Logi Sverrisson, VBC
 3. Guðmundur Þór Gíslason, Mjölnir

Kk opinn flokkur

 1. Guðlaugur Þór Einarsson, Mjölnir
 2. Valdimar Torfason, Mjölnir
 3. Birkir Ólafsson, VBC

Kvk -74 kg

 1. Lilja Rós Guðjónsdóttir, Mjölnir
 2. Margrét Ýr Sigurjónsdóttir, Mjölnir
 3. Hera Margrét Bjarnadóttir, Mjölnir

Kvk opinn flokkur

 1. Karlotta Brynja Baldvinsdóttir, VBC
 2. Hera Margrét Bjarnadóttir, Mjölnir

2 sigrar á Bolamótinu

20180217_214659

Bolamót Mjölnis var haldið síðastliðið laugardagskvöld. Mótið fylgdi svokölluðum EBI reglum en þá eru engin stig talin heldur eru uppgjafartök það eina sem ræður úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem mót af þessu tagi hefur verið haldið hér á landi, en voru viðtökur svo góðar að þetta er mjög ólíklega í síðasta sinn. Keppnin samanstóð af níu glímum og voru átján keppendur frá sex félögum. Þrír einstaklingar kepptu fyrir hönd VBC.

 

Fyrstur var Sigurpáll Albertsson sem glímdi við Kristján Helga Hafliðason báðir eru þeir með fjólublátt belti. Sigurpáll kláraði glímuna hratt og örugglega með fótalás og tók hann einnig heim verðlaun fyrir uppgjafartak kvöldsins.

Næst var Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sem glímdi við Alex Coleman frá Bandaríkjunum og kláraði glímuna með “armbar” í þriðju framlengingu. Alex hefur haft fjólublátt belti í tæpt ár og verið mjög sigursæl á mótum erlendis, en Karlotta hefur haft blátt belti í rúmt ár.

Síðastur frá VBC var Davíð Freyr Guðjónsson sem glímdi við Bjarka Þór Pálsson. Bjarki Þór er með fjólublátt belti og er einna best þekktur fyrir frammistöðu sína í MMA, en Davíð Freyr er með blátt belti. Davíð tók við glímunni úr höndum þjálfara síns, Daða Steins, með eins dags fyrirvara og laut hann lægra haldi fyrir Bjarka þegar sá síðarnefndi náði að klára guillotine.

 

 

Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og komu öllum á óvart sem voru að fylgjast með. Félagið heldur áfram að stækka og dafna, og spennandi verður að sjá hvað restin af 2018 ber í skauti sér.

 

Áfram VBC!