Fréttir

Glímukappar úr VBC keppa á Mjölnir Open Ungmenna

Fyrsti keppnisdagur á Mjölnir Open Ungmenna fór fram í dag. Þrír iðkendur úr barna og unglingastarfi VBC tóku þátt, Sóley, Jónas og Jörundur.  Þau stóðu sig öll með prýði og Sóley endaði á að sigra sinn flokk.  Við þökkum Mjölni fyrir flott mót og óskum keppendum til hamingju með árangurinn. Framtíðin er björt hjá þessum glímuköppum!

Sumarnámskeið VBC 2021

Sumarönnin hjá okkur í VBC hefst 8. júní til lok júli, eða um 8 vikur. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17 – 18. Kennt verður bæði box og Jiu-Jitsu. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 8 – 13 ára.
Þjálfarar eru Ásgrímur og Eiður.
Verð: 19.900 kr.

Eldri hópurinn okkar, 14 ára og eldri, verður boðið að taka þátt í fullorðinstímum yfir sumarönnina á sama verði og sumarnámskeiðið.

Skráning fer fram á https://vbc.felog.is/

Lokað tímabundið / Temporarily closed

Við lánum virkum meðlimum búnað án endurgjalds á meðan lokun stendur yfir. Opið verður til að sækja búnað laugardaginn 27 mars 12:00 – 14:00. Athugið ekki er hægt að láta taka frá búnað.

Endilega sendið póst á vbc@vbc.is ef einhverjar spurningar vakna.

We will lend equipment to active members for free while the gym is closed. Equipment can be picked up on Saturday 27th of March between 12:00 and 14:00. Equipment can not be reserved.

Please email vbc@vbc.is if you have any questions.

Tilkynning vegna Covid-19

Í kjölfarið af auknum smitum í þjóðfélaginu, greindist Covid smit hjá iðkanda í félaginu á fimmtudaginn s.l. Gripið var til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis og þeir aðilar sem vitað var að hefðu verið í húsinu undanfarna viku tilkynnt um það. Þá var tekin ákvörðun um að loka þangað til ljóst væri hvort fleiri hefðu sýkst. Sú varð því miður raunin. Félagið hefur unnið náið með smitrakningarteymi almannavarna og farið eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið.

Við viljum við ítreka til einstaklinga sem hafa verið í húsinu að gera greinargóðan lista yfir þá einstaklinga sem þeir hafa verið í návígi við til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og draga úr álagi á smitrakningarteymi og almannavarnir.

Félagið verður lokað næstu tvær vikurnar og viljum biðja alla sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700.
Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku.

Við minnum ykkur svo á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda ykkur heimavið ef þið finnið til flensueinkenna. Við erum öll almennavarnir.

Bestu kveðjur
Stjórn HFK og VBC

Skráning í barna og unglingastarf – haust 2020

 

BJJ 8-15 ára:

 

Er mán, þrið, mið, og fimmtudaga 17:00 – 18:00.

 

Við hjá VBC trúum að Brasilískt Jiu-Jitsu stuðli að heilbrigðum, persónulegum vöxt og byggi upp karekter. Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkar læra í Brasilísku Jiu Jitsu. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Einng er þetta góð leið til að komast í gott form, eignast vini og hafa gaman.

 

 

 

 

Box 5-10 ára:

 

Er þriðjudaga og fimmtudaga 17:00 – 18:00.

 

Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískir hnefaleikum á hraða hvers og eins. Á námskeiðinu er lagt upp á hópefli í gegnum leiki og að hver og einn njóti sín í tímanum. Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkarnir læra í gegnum hnefaleikaíþróttina. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

 

 

 

 

Box 11-16 ára:

 

Er mánudaga miðvikudaga og föstudaga 17:00 – 18:00.

 

Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

 

 

 

 

MuayThai fyrir 10-16 ára:

 

Er þriðjudaga og fimmtudaga 17:00 – 18:00.

 

Farið er í gegnum grunnatriðin í MuayThai. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

 

 

 

 

Verð fyrir haustönn er 34.900.-

Hægt er að nýta frístundastyrkinn fyrir námskeiðin.

 

Skráning fer fram innáhttp://vbc.felog.is

 

Skráning í barna og unglinga tíma í Janúar 2020

Brasilískt Jiu Jitsu

 

BJJ  8-14 ára

Kennt mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga 17.00 – 18.00
Við hjá VBC trúum að Brasilískt Jiu-Jitsu stuðli að heilbrigðum, persónulegum vöxt og byggi upp karekter.
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkar læra í Brasilísku Jiu Jitsu. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Einng er þetta góð leið til að komast í gott form, eignast vini og hafa gaman.

 

Hnefaleikar

Box Barnabox 5-11 ára

Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga 17.00 – 17.45
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískir hnefaleikum á hraða hvers og eins.
Á námskeiðinu er lagt upp á hópefli í gegnum leiki og að hver og einn njóti sín í tímanum.
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkarnir læra í gegnum hnefaleikaíþróttina. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

 

Box Unglingar 12-16 ára

Kennt er mánudaga og miðvikudaga 17.00 – 18.00
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

 

Verðskrá fyrir janúar – maí 2020

Barnatímar 5-11 ára
Önnin: 36.900.-

.

Unglingatímar 12-16 ára
Önnin: 39.900.-

 

 

 
 Skráning fer fram hér fyrir neðan, fyrirspurnir berast á vbc@vbc.is
 

Skráning í byrjendatíma í nóvember 2019

Byrjendatímar í Hnefaleikum og Muay Thai byrjar 4. nóvember.

 

 

Box byrjendur: byrjar 4. nóvember  –  Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00

Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.
Hér er meira lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma. byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni.

Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og vinna markvisst í markmiðum.

 

 

 

Muay Thai grunnur:  byrjar 4. nóvember.  – Kennt  mánudaga og miðvikudaga frá 19:00 – 20:00

Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum. Farið er ítarlega í grunninn og einstaklingurinn undirbúin undir framhaldssig II

 

 

Verð fyrir 4vikna námskeið er 18.900 kr.-

 

 

Skráning í byrjendatíma október 2019

Byrjendatímar í Hnefaleikum, Muay Thai og Brasilísku Jiu Jitsu byrja 7 október.

 

 

Box byrjendur: byrjar 7. Okt.  –  Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00

Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.
Hér er meira lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma. byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni.

Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og vinna markvisst í markmiðum.

 

 

 

Muay Thai grunnur:  byrjar 7 október.  – Kennt  mánudaga og miðvikudaga frá 19:00 – 20:00

Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum. Farið er ítarlega í grunninn og einstaklingurinn undirbúin undir framhaldssig II

 

 

BJJ byrjendur: byrjar 30 september. – Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 19:30 – 20:30.

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma.

Opnir öllum hvítbeltum sem vilja læra og styrkja grunninn sinn í Brasilísku jiu jitsu. Þegar iðkendur hafa öðlast góðan grunn geta þeir síðan mætt í miðstigstímana með leyfi þjálfara. Ekki er gerð krafa á að iðkendur eigi æfingagalla í þessum tímum.

 

 

Verð fyrir 4vikna námskeið er 18.900 kr.-