Í gær var haldið glæsilegt Íslandsmeistaramót í Brasílísku Jiu Jitsu í húsakynnum Ármenninga. 94 þáttekendur tóku þátt sem er met fjöldi. Mjög vel var staðið að mótinu og allt til fyrirmyndar.
Daði Steinn þjálfari glímdi við Pétur Jónasson (Evrópumeistara) í undanúrslitum og við Bjarna Baldursson í úrslitaglímunni. Hópurinn stóð sig glæsilega vel og voru allir að bæta sig.
Hægt er að kynna sér stundatöfluna inn á http://www.vbc.is/stundatafla/