Þann 8 janúar munu vinsælu Muay Thai hádegistímarnir hefjast að nýju.
Lagt er upp úr tækni í bland við góðar þrekæfingar, enginn reynsla er krafa í þessa tíma og henda tímarnir mjög vel þeim sem vilja skjótast í hádeginu og taka vel á því og læra skemmtilega íþrótt á sama tíma.
Tímarnir eru opnir sem þýðir að það er hægt að byrja hvenær sem er og enginn skilyrði eru gerð til að byrja í þessum tímum. Hér má nálgast verðskrá.
Kennt er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 12:05-12:55