2 Gull 1 Silfur og 2 Brons á Íslandsmeistaramótinu í BJJ

20141123_172011

 

Íslandsmeistaramótið í BJJ fór fram í dag og átti VBC 11 fulltrúa þar sem allir voru sjálfum sér og klúbbnum til mikils sóma.
Guðrún Björk Jónsdóttir nældi sér í sinn 3. Íslandsmeistaratitil í mánuðinum þegar hún sigraði +74kg flokkinn, en fyrr í mánuðinum hafði hún unnið sama flokk á Íslandsmeistaramóti unglinga sem og opna flokkinn.
Daði Steinn yfirþjálfari BJJ hjá VBC varði Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra glæsilega og náði sér einnig í brons í opnaflokknum.
Þá lentu þær Heiðdís ósk og Ólöf Embla í 2 og 3 sæti í -64kg. flokknum.
Við óskum okkar fólki sem og öðrum keppendum innilega til hamingju með árangurinn og þökkum BJÍ fyrir frábært mót.

 

20141123_172033

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.