2 sigrar á Bolamótinu

20180217_214659

Bolamót Mjölnis var haldið síðastliðið laugardagskvöld. Mótið fylgdi svokölluðum EBI reglum en þá eru engin stig talin heldur eru uppgjafartök það eina sem ræður úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem mót af þessu tagi hefur verið haldið hér á landi, en voru viðtökur svo góðar að þetta er mjög ólíklega í síðasta sinn. Keppnin samanstóð af níu glímum og voru átján keppendur frá sex félögum. Þrír einstaklingar kepptu fyrir hönd VBC.

 

Fyrstur var Sigurpáll Albertsson sem glímdi við Kristján Helga Hafliðason báðir eru þeir með fjólublátt belti. Sigurpáll kláraði glímuna hratt og örugglega með fótalás og tók hann einnig heim verðlaun fyrir uppgjafartak kvöldsins.

Næst var Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sem glímdi við Alex Coleman frá Bandaríkjunum og kláraði glímuna með “armbar” í þriðju framlengingu. Alex hefur haft fjólublátt belti í tæpt ár og verið mjög sigursæl á mótum erlendis, en Karlotta hefur haft blátt belti í rúmt ár.

Síðastur frá VBC var Davíð Freyr Guðjónsson sem glímdi við Bjarka Þór Pálsson. Bjarki Þór er með fjólublátt belti og er einna best þekktur fyrir frammistöðu sína í MMA, en Davíð Freyr er með blátt belti. Davíð tók við glímunni úr höndum þjálfara síns, Daða Steins, með eins dags fyrirvara og laut hann lægra haldi fyrir Bjarka þegar sá síðarnefndi náði að klára guillotine.

 

 

Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og komu öllum á óvart sem voru að fylgjast með. Félagið heldur áfram að stækka og dafna, og spennandi verður að sjá hvað restin af 2018 ber í skauti sér.

 

Áfram VBC!

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.