Þrír úr VBC/HFK kepptu á NM2017 í boxi um helgina

17626638_1221379204636899_5100672101242840126_n

 

Bárður Lárus­son keppti í -60 kg flokki elite karla á móti Dan­an­um Frederik Lund­ga­ard Jen­sen. Bárður er ekki bú­inn að stunda hne­fa­leika í lang­an tíma en hann hef­ur staðið sig mjög vel og er rís­andi stjarna inn­an hne­fa­leika­hreyf­ing­ar­inn­ar. Bárður vann til bronsverðlauna á Íslands­meist­ara­mót­inu í fe­brú­ar og var með sex leiki á bak­inu fyr­ir viður­eign­in á Norður­landa­mót­inu. Mót­herji Bárðar, Frederik, er með 115 leiki á bak­inu og vann bar­dag­ann. Bárður kom því heim með brons.

 

Oli­ver Flod­in frá Svíþjóð er með sterk­ustu hne­fa­leika­köpp­um Svíþjóðar. Jafet Örn Þor­steins­son fékk að berj­ast við hann í ótrú­lega skemmti­leg­um bar­daga þar sem oft var tví­sýnt hvor aðili myndi vinna. Jafet var með tíu leiki á bak­inu fyr­ir keppni og vann Íslands­meist­ara­til­til í sín­um þyngda­flokki sem er -75 kg flokki elite karla. Úrslit fóru svo að dóm­ar­ar voru ekki sam­mála um niður­stöðu og vann Oli­ver með klof­inni ákvörðun dóm­ara. Oli­ver gat ekki keppt dag­inn eft­ir og náði því ekki að keppa um gull­verðlaun­in vegna meiðsla. Jafet kom heim með brons.

 

Íslands­meist­ar­inn Kristján Ingi Kristjáns­son keppti í -91 kg flokki karla í mjög skemmti­leg­um leik á móti Armintas Dluckys frá Nor­egi. Armintas er reynd­ur og átti hann í erfiðleik­um með Kristján sem var ein­göngu með níu leiki á bak­inu. Kristján tapaði með ein­róma ákvörðun dóm­ara og kem­ur því heim með brons en Armintas vann Norður­landa­meist­ara­titil­inn á mót­inu.

 

 

Strákarnir eru einu keppendur fyrir hönd Íslands í Elite flokki karla.

 

17634388_10154128991396841_4772018157157513257_n

Vbc er gríðalega stollt af strákunum sem stóðu sig frábærlega.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.