
04 Apr Þrír úr VBC/HFK kepptu á NM2017 í boxi um helgina
Bárður Lárusson keppti í -60 kg flokki elite karla á móti Dananum Frederik Lundgaard Jensen. Bárður er ekki búinn að stunda hnefaleika í langan tíma en hann hefur staðið sig mjög vel og er rísandi stjarna innan hnefaleikahreyfingarinnar. Bárður vann til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í febrúar og var með sex leiki á bakinu fyrir viðureignin á Norðurlandamótinu. Mótherji Bárðar, Frederik, er með 115 leiki á bakinu og vann bardagann. Bárður kom því heim með brons.
Oliver Flodin frá Svíþjóð er með sterkustu hnefaleikaköppum Svíþjóðar. Jafet Örn Þorsteinsson fékk að berjast við hann í ótrúlega skemmtilegum bardaga þar sem oft var tvísýnt hvor aðili myndi vinna. Jafet var með tíu leiki á bakinu fyrir keppni og vann Íslandsmeistaratiltil í sínum þyngdaflokki sem er -75 kg flokki elite karla. Úrslit fóru svo að dómarar voru ekki sammála um niðurstöðu og vann Oliver með klofinni ákvörðun dómara. Oliver gat ekki keppt daginn eftir og náði því ekki að keppa um gullverðlaunin vegna meiðsla. Jafet kom heim með brons.
Íslandsmeistarinn Kristján Ingi Kristjánsson keppti í -91 kg flokki karla í mjög skemmtilegum leik á móti Armintas Dluckys frá Noregi. Armintas er reyndur og átti hann í erfiðleikum með Kristján sem var eingöngu með níu leiki á bakinu. Kristján tapaði með einróma ákvörðun dómara og kemur því heim með brons en Armintas vann Norðurlandameistaratitilinn á mótinu.
Strákarnir eru einu keppendur fyrir hönd Íslands í Elite flokki karla.
Vbc er gríðalega stollt af strákunum sem stóðu sig frábærlega.
Sorry, the comment form is closed at this time.