
24 Jul 58 skráðir á BJJ mót VBC Hvítur á leik um helgina
Laugardaginn 26 júlí n.k verður haldið fyrsta BJJ mót VBC. Skráðir eru 54 einstaklingar frá 7 félögum, Hörður, Fenrir, Gleypnir, Sleipnir, Mjölnir, Gracie Barra og VBC. Yngstu keppendur eru 15 ára og sá elsti 69 ára ungur.
Keppt verður í flokki hvítbeltinga en að þeim loknum verður etjað til ofurbardaga (Superfights).
Halldór Sveinsson (Gracie Barra) VS Halldór Logi (Fenrir)
Helgi Rafn Guðmundsson (Sleipnir) VS Birkir Freyr Helgason (Mjölnir)
Þyngdarflokkarnir eru eftirfarandi.
Karlar:-70, -76, – 82, – 88, -94, -100, +100 kg
Konur:-58, -62, -68 +68 kg
Húsið opnar klukkan 10 og hefst þá vigtun keppenda, keppni hefst klukkan 11.00 og að henni lokinni verður síðan grillveisla fyrir keppendur og áhorfendur. Mjólkursamsalan verður með kynningu á Hleðslu á meðan keppni stendur og mun Boxbúðin verða með tilboð á völdum vörum. Aðgangseyrir er 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn.
Sorry, the comment form is closed at this time.