Æfingabúðir með Ana Yagües mánudaginn 10. Apríl

20160131_Nexus_Ana_Tony-101-edit copy

Á mánudaginn 10. apríl verða æfingabúðir með Ana Yagües. Ana býr í Hamburg í þýskalandi þar sem hún rekur sitt eigið gym og þjálfar. Hún er dómari hjá bæði IBJJF og Naga samtökunum ásamt því að hafa keppt og unnið til fjölda verðlauna og má m.a. nefna:

 

– NAGA Germany Gi and NoGi Expert Division 2014
– World Master Champion 2015 in Open Class in Brownbelt
– Europan Master Champion 2016 in Light and Open Class in Brownbelt
– Swiss Grappling Liga Champion in Gi and NoGi Blackbelt 2016

 

Dr. Ana er einnig með PhD í Particle physics og var að vinna í háskóla í Hamburg þangað til síðastliðinn ágúst þegar hún ákvað að hætta í eðlisfræðinni og elta jiu jitsu drauminn.

 

Æfingabúðirnar verða kl 18.00 – 21.00. Kennt verður í gi og er tíminn opinn öllum. Verð aðeins 3000.- skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í afgreiðslu félagsins.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.