
28 Oct Æfingar hafnar að nýju
Húsnæðið er alveg að komast í gagnið en æfingar hefjast að nýju í dag og stefnt er að fullklára æfingarrýmið og búningsklefana dag og á morgun. Viljum koma á framfæri sérlegum þökkum til allra sem hafa lagt hönd í plóg að byggja upp nýju æfingaaðstöðuna. Gamla húsnæðið var löngu orðið of lítið fyrir okkur og verður mikill munur að komast í rúmlega 750 fermetra æfingasvæði. Kynnum á morgun nýja tíma í stundatöfluna, þar á meðal verður boðið upp á íþróttastarf alveg frá 7 ára aldri. Smiðjuvegur 28 Kópavogi allir velkomnir
Sorry, the comment form is closed at this time.