Byrjendatímar í Brasilísku Jiu Jitsu hefjast 6 janúar.

bjj_grunnnamskeid

Byrjendatímar í  Brasilísku Jiu Jitsu munu byrja 6 janúar.                                                                                                                                                                                                                                                Byrjendatímarnir virka þannig að það er hægt að byrja hvenær sem er, þarft ekki að bíða í 1-2 mánuði eftir næsta grunnámskeiði.

Nánari upplýsingar og skráning fer í gegnum netfangið vbc@vbc.is og í síma 537-1101, fyrir skráningu sendið nafn, kennitölu og símanúmer.

Brasilískt jiu-jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma.

Kennt verður mánudaga miðvikudaga og föstudaga 17:30-19:00
Þjálfari Daði Steinn

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.