Flottur árangur á Mjölnir open unglinga

 

20180603_124705

Annað mjölnismót helgarinnar fór fram í dag þar sem ungmenni fædd á árunum 2001-2013 glímdu í sex aldursflokkum. Sjö krakkar kepptu fyrir hönd VBC og stóðu þau sig öll með prýði. Hópurinn fór sáttur heim með þrjú silfur og eitt gull.

Krakkarnir halda stöðugt áfram að bæta sig og verður gaman að sjá þau ná langt í framtíðinni.

 

Karlotta Brynja með tvöfalt gull á Mjölnir open

 

KarlottaMO

Mjölnir Open var haldið í þrettánda sinn í dag í húsakynnum Mjölnis. Keppt var í nogi (án galla) og voru 55 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum. Tveir keppendur kepptu fyrir hönd VBC í ár en það voru þau Davíð Freyr Guðjónsson og Karlotta Brynja Baldvinsdóttir.

 

Davíð Freyr keppti í stærsta flokki mótsins og tapaði því miður fyrstu glímunni sinni á tveimur stigum, en sú glíma var á móti Matthew Miller. Karlotta Brynja vann tvöfalt gull með öruggan sigur í bæði sínum flokki og opnum flokki kvenna.

 

Blábeltingamót VBC 2018

IMG_6579

Annað árlegt blábeltingamót VBC var haldið í dag. Keppt var í Gi eftir IBJJF reglum, og glímdu 27 keppendur í sjö þyngdarflokkum og opnum flokkum beggja kynja. Einnig var ein ofurglíma milli Bjarka Þórs Pálssonar úr RVKMMA og Sigurpáls Albertssonar úr VBC. Sigurpáll sigraði glímuna með baseball hengingu í framlengingu eftir tæplega tólf mínútna glímu. Gull í opnum flokkum tóku Guðlaugur Þór Einarsson og Karlotta Brynja Baldvinsdóttir.

Auk Sigurpáls voru fimm keppendur frá VBC, sem allir tóku heim verðlaun.

 

Úrslit mótsins má finna hér að neðan:

Kk -64 kg

 1. Gunnar Sigurðsson, VBC
 2. Sigursteinn Óli Ingólfsson, Mjölnir
 3. Eggert Geir Axelsson, Mjölnir

Kk -70 kg

 1. Tómas Daði Bessason, Mjölnir
 2. Francis Jeremy Aclipen, Mjölnir
 3. Hlynur Torfi Rúnarsson, Mjölnir

Kk -76 kg

 1. Hrafn Þráinsson, Momentum BJJ
 2. Ilja Klimov, VBC
 3. Hákon Magnússon, RVK MMA

Kk -82 kg

 1. Valdimar Torfason, Mjölnir
 2. Vikar Hlynur Þórisson, Mjölnir
 3. Joseph Cardenas, Mjölnir

Kk -88 kg

 1. Guðlaugur Þór Einarsson, Mjölnir
 2. Guttormur Árni Ársælsson, Mjölnir
 3. Hrafnkell Þór Þórisson, Sleipnir

Kk +100 kg

 1. Sindri Már Guðbjörnsson, RVK MMA
 2. Anton Logi Sverrisson, VBC
 3. Guðmundur Þór Gíslason, Mjölnir

Kk opinn flokkur

 1. Guðlaugur Þór Einarsson, Mjölnir
 2. Valdimar Torfason, Mjölnir
 3. Birkir Ólafsson, VBC

Kvk -74 kg

 1. Lilja Rós Guðjónsdóttir, Mjölnir
 2. Margrét Ýr Sigurjónsdóttir, Mjölnir
 3. Hera Margrét Bjarnadóttir, Mjölnir

Kvk opinn flokkur

 1. Karlotta Brynja Baldvinsdóttir, VBC
 2. Hera Margrét Bjarnadóttir, Mjölnir

2 sigrar á Bolamótinu

20180217_214659

Bolamót Mjölnis var haldið síðastliðið laugardagskvöld. Mótið fylgdi svokölluðum EBI reglum en þá eru engin stig talin heldur eru uppgjafartök það eina sem ræður úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem mót af þessu tagi hefur verið haldið hér á landi, en voru viðtökur svo góðar að þetta er mjög ólíklega í síðasta sinn. Keppnin samanstóð af níu glímum og voru átján keppendur frá sex félögum. Þrír einstaklingar kepptu fyrir hönd VBC.

 

Fyrstur var Sigurpáll Albertsson sem glímdi við Kristján Helga Hafliðason báðir eru þeir með fjólublátt belti. Sigurpáll kláraði glímuna hratt og örugglega með fótalás og tók hann einnig heim verðlaun fyrir uppgjafartak kvöldsins.

Næst var Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sem glímdi við Alex Coleman frá Bandaríkjunum og kláraði glímuna með “armbar” í þriðju framlengingu. Alex hefur haft fjólublátt belti í tæpt ár og verið mjög sigursæl á mótum erlendis, en Karlotta hefur haft blátt belti í rúmt ár.

Síðastur frá VBC var Davíð Freyr Guðjónsson sem glímdi við Bjarka Þór Pálsson. Bjarki Þór er með fjólublátt belti og er einna best þekktur fyrir frammistöðu sína í MMA, en Davíð Freyr er með blátt belti. Davíð tók við glímunni úr höndum þjálfara síns, Daða Steins, með eins dags fyrirvara og laut hann lægra haldi fyrir Bjarka þegar sá síðarnefndi náði að klára guillotine.

 

 

Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og komu öllum á óvart sem voru að fylgjast með. Félagið heldur áfram að stækka og dafna, og spennandi verður að sjá hvað restin af 2018 ber í skauti sér.

 

Áfram VBC!

Ókeypis stelputímar í BJJ í mars

UF2A9696

Svokallaður meistaramánuður líður undir lok á næstu vikum, en það er engin ástæða til að hætta að ögra sjálfum sér og prófa eitthvað nýtt. VBC mun næstkomandi mars bjóða öllum áhugasömum stelpum að mæta á glímugólfið einu sinni í viku út mánuðinn og læra brasilískt Jiu-Jitsu undir leiðsögn Ólafar Emblu Kristinsdóttur. Markmið okkar er að kynna íþróttina fyrir stelpum á öllum aldri í jákvæðu og öruggu umhverfi og verður frítt að mæta í tímana allan mánuðinn. Þetta er því kjörið tækifæri til að byrja!

 

Ólöf Embla hefur heldur betur staðið upp úr í íþróttinni undanfarin ár. Hún var evrópumeistari hvítbeltinga árið 2015 og hefur unnið sér inn fimm íslandsmeistaratitla. Þess má einnig geta að hún var valin glímukona ársins 2016 eftir glæsilega frammistöðu sem þjálfari og keppandi bæði hér á landi og í Englandi.

 

20170513_155253(1)

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Íþróttin kennir iðkendum að nota líkama sinn á hátt sem aðrar íþróttir krefjast ekki og eykst líkamsvitund til muna. Tæknin í tímunum verður hugsuð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni en samt sem áður ættu allir að geta lært eitthvað sér til hags.

 

 

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en mætt er á fyrstu æfinguna:

 • Æskilegur fatnaður er ekkert hátíðlegra en venjuleg íþróttaföt. Mælt er þó með að koma ekki í víðum fötum né hlýrabolum.
 • Húsakynni VBC eru við Smiðjuveg 28, í grænu götunni
 • Ef spurningar vakna er um að gera að henda línu á vbc@vbc.is
 • Tímarnir verða kenndir í mars á þriðjudögum klukkan 20:00 – 21:00 frá og með þriðjudeginum 6. mars
 • Hægt er að fylgjast með á faceobook eventinu: Ókeypis stelputímar í BJJ í mars hjá VBC

Fern verðlaun á Grettismótismótinu um helgina

22343828_10159656487685556_2071082114_o

Grettismót Mjölnis var haldið um helgina og var VBC með 4 keppendur og unnu þau til 4 verðlauna.

Eiður Sigurðsson átti frábært mót og glímdi hann alls 8 glímur. Eiður tók gull í -90 kg flokki, en var það einn sterkasti flokkur mótsins. Eiður keppti einnig í opnum flokki karla þar sem hann tók silfur eftir 4 glímur á móti erfiðum andstæðingum.
Karlotta Brynja nældi sér í silfur í opnum flokki kvenna eftir frábæra frammistöðu.
Gunnar Sigurðsson keppti í -68 kg og vann sér inn brons eftir erfiðar glímur.
Ilja Klimov keppti í -79 kg flokki karla en þurfti því miður að sætta sig við tap eftir harða baráttu við erfiðan andstæðing.

Við erum öll ótrúleg stolt af hópnum og glæsilegum árangri þeirra.

Skráning á byrjendanámskeið í september 2017

_O4P1849

 

Byrjendanámskeið byrja 4 og 5 september.

 

Box – Byrjendur: verða á mánudögum og miðvikudögum frá 18:00 – 19:00.

Box – Framhald: verða á mánudögum,  miðvikudögum og föstudögum frá 19:00 – 20:00.

Fitness Box: er nýtt námskeið sem boðið er uppá fyrir allan aldurshóp og verður það á mánudögum og miðvikudögum frá 20:00 – 21:00.

 

 

 

Spartanþrek:

Mánudaga 17:30 – 18:15
Þriðjudaga 06:30 – 07:30
Miðvikudaga 17:30 – 18:15
Fimmtudaga 06:30 – 07:30
Föstudaga 17:30 – 18:15
Laugardaga 12:00 – 13:00

 

 

 

Muay Thai:

Byrjendur: þriðjudaga og fimmtudaga 20:00 – 21:00

Stig 2: þriðjudaga og fimmtudaga 19:00 – 20:00

Framhalds/Keppnis: þriðjudaga og fimmtudaga 18:30 – 20:00

Hádegistímar: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 12:05 – 12:50

 

 

 

Brasilískt jiu-jitsu:

Byrjendur: mánudaga og miðvikudaga 20:00 – 21:00

Bjj: mánudaga og miðvikudaga 17:30 – 18:30

Framhald: mánudaga og miðvikudaga 18:30 – 20:00

Nogi: þriðjudaga og fimmtudaga 19:00 – 20:00

Nogi framhald: þriðjudaga og fimmtudaga 17:30 – 19:00

Bjj stelpur: þriðjudaga og fimmtudaga 20:00 – 21:00

 

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101 og einnig er hægt að skrá sig hér fyrir neðan.

 

skraning

 

 

 

Glæsilegur árangur VBC á Mjölnir Open 12

 

Unt1itled

Frábær árangur um helgina á Mjölnir Open. Frá VBC tóku þátt 6 keppendur og unnu þau 4 gull, 1 silfur og 2 brons!

Davíð​ Freyr nældi sér í brons í -77 eftir frábæra frammistöðu, góður árangur hjá honum!
Adda​ Guðrún tók brons í sínum flokki og stóð sig frábærlega.
Daði Steinn tók gull í -88, það voru 24 manns í flokknum sem var stærsti flokkurinn á mótinu. Daði Steinn glímdi 5 glímur og vann þær allar á submission.
Karlotta​ var stórkostleg! Hún stóð sig vel í sínum flokki og tók gullið örugglega. Hún tók einnig silfur í opna flokknum og vann sér það algjörlega inn!
Ólöf​ barðist hart og tók tvöfalt gull í dag, hún vann bæði sinn flokk og opna flokkinn. Hún átti hörku erfiðar glímur og kom út á toppnum!

Við erum öll ótrúleg stolt af hópnum og glæsilegum árangri þeirra.

 

IMG_0274-3