Glímukappar úr VBC keppa á Mjölnir Open Ungmenna

Fyrsti keppnisdagur á Mjölnir Open Ungmenna fór fram í dag. Þrír iðkendur úr barna og unglingastarfi VBC tóku þátt, Sóley, Jónas og Jörundur.  Þau stóðu sig öll með prýði og Sóley endaði á að sigra sinn flokk.  Við þökkum Mjölni fyrir flott mót og óskum keppendum til hamingju með árangurinn. Framtíðin er björt hjá þessum glímuköppum!

Vel heppnað boxkvöld um helgina

 

Á laugardaginn fór fram hnefaleikamót HFK/VBC átján keppendur tóku þátt frá Íslandi, Englandi og Írlandi. Erlendu boxararnir voru gríðarlega öflugir og komu frá West Ham BC, Romford BC og Erne BC Írlandi. Allur ágóði af mótinu rann til styrktar Fanneyjar Eiríksdóttir og Ragnars Snær og safnaðist 163.000.- til fjöldskyldunar sem berjast hetjulega við krabbamein Fanneyjar.

 

Úrslit úr keppnishóp HFK og VBC  má sjá hér fyrir neðan.

Emin Kadri HFK sigraði Ethan Tisbury úr Romford BC á einróma ákvörðun dómara
Ásgrímur Egilson HFK tapaði naumlega gegn Scott Palmer úr Romford BC á klofnri ákvöðrun dómara
Jakub Sebastion HFK tapaði einnig naumlega gegn Jordan Doujon úr West Ham á klofnri ákvörðun dómara.
Aleksandrs Baranovs HFK tapaði gegn hinum reynda Chris Cunningham úr Romford BC í mjög spennandi og skemmtilegum bardaga.
Kristján Kristjánsson HFK sigraði örugglega Mohammed Metowli úr West Ham BC
Rúnar Svavarsson HFK tapaði gegn Ayomikun Barek úr Romford BC. Fyrsti bardagi Rúnars í yfir þungavigt og stóð okkar maður sig vel gegn sterkum andstæðingi sínum.

 

Mótið heppnast gríðarlega vel og var fullt útúr dyrum af áhorfendum. Mótið er mikil innspíting fyrir Íslenska hnefaleika og munum við hjá Hnefaleikafélagi Kópvogs sækja Englendinga heim 11 maí 2019. Mótin verða hér eftir árlegur viðburður.

 

 

Þórður Bjarkar sigraði á West Coast Battle um helgina

Ljósmyndari Róbert Elís Erlingsson

 

 

Um helgina fór fram West Coast Battle tíunda sinn sem er eitt af sterkastu Muay Thai mótum Evrópu.    Þórður Bjarkar Árelíusson úr VBC keppti á móti sterkum andstæðing Johan “Woody” Nörgard frá South Side Muay Thai í Stokkhólm.   

 

Bardaginn fram í Semi Pro þar sem olnbogar og hné í höfðuð er leyft.  Þórður tók stjórn á bardaganum frá fyrstu sekúndu og var mjög beittur í fyrstu lotu og náði að vinna vel í skrokknum á Svíanum.   Í byrjun á annari lotu náði Þórður góðum olnboga sem Þórður fylgdi eftir með skrokk höggi og lærsparki, niður fór Svíinn og talið var yfir honum. Þórður kláraði síðan andstæðing sinn nokkrum sekúndum seinna með snúnings olnboga.  Glæsileg frammistaða hjá okkar manni sem hefur stimplað sig rækilega vel inn í Skandanavísku Muay Thai senuna og liggur núna leiðin í atvinnubardaga í byrjun 2019.

 

 

 

Við spurðum Þórð Bjarkar hvað væri framundan hjá honum.  Ég held áfram að bæta mig og æfa af krafti, ég stefni alla leið. 

 

 

 

Hvenær á von á þér aftur í hringinn ? Ég á von á mínu fimmta barni milli jól og nýárs þannig ef allt gengur vel þá stefnum við á næsta bardaga í febrúar/mars þá í atvinnumanna flokki. 

 

 

 

Fimm gull hjá VBC á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um helgina

vbc_im_2018

 

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í hnefaleikum á vegum HNÍ.  Mótið fór fram í Reykjanesbæ og var keppt á laugardag í undanúrslitum og á sunnudag í úrslitum.

Frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC tóku þátt þeir Emin Kadri Eminsson, Tómas Einar Ólafsson, Ásgrímur Egilsson, Þórður Bjarkar Árelíusson og Kristján Kristjánsson enn þeir eru allir voru ríkjandi Íslandsmeistarar frá 2017.

 

 

Emin Kadri keppir í flokki unglinga í -64 kg flokki og fór með öruggan sigur eftir TKO í byrjun þriðju lotu á móti Mána Mayers úr Hnefaleikafélagi Æsir. Emin Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Þórður Bjarkar sem keppir vanalega í -60 kg flokk en enginn keppandi var skráður í þann flokk þannig Þórður keppti í næsta þyngdarflokk fyrir ofan -64 kg Elite og sigraði sinn bardaga á öruggum dómaraúrskurði 5-0. á móti Alexander Puckov úr HR/Mjölnir. Þórður Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Ásgrímur Egilsson keppir í -69 kg flokk Elite hann sigraði  á 4-1 á dómaraákvörðun eftir spennandi bardaga á móti Daníel Alot úr HR/Mjölnir. Ásgrímur Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Tómas Einar Ólafsson keppir í -81 kg flokki Elite hann fór á móti Magnús Marchin úr Hnefaleikafélagi Reykjaness og sigraði Tómas eftir skemmtilegan bardaga á 4-1  dómaraákvörðun og varð Íslandsmeistari annað árið í röð.
Kristján Ingi Kristjánsson keppir í -91 kg flokk Elite og fór hann á móti flottum boxara úr HR/Mjölnir Elmar Gauta og sigraði Kristján á einróma dómaraúrskurði og varði titilinn sinn þriðja árið í röð.

 

Besti boxari Íslandsmeistaramótsins var valinn og hlaut til viðurkenningar Bensabikarinn enn að þessu sinni var það okkar Emin Kadri Eminsson. Hann hlaut einnig viðurkenningu og bikar fyrir tæknilegusta bardaga mótsins. Emin er 15 ára og hefur sýnt og sannað að hann sé einn efnilegasti hnefaleikamaður landsins þrátt fyrir ungan aldur.  Við hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC erum afar stolt af hópnum okkar sem sýnir sterkan samhug í keppnum, æfingum og undirbúningi. Við viljum koma á þökkum til Hnefaleikanefnd Íslands fyrir glæsilegt mót og þökkum til allra keppanda og þjálfara sem komu að mótinu um helgina.

 

emin_2

Þrjú gull og tvö silfur á ACBC um helgina í Gautaborg

ACBC2017
Um helgina fór fram eitt stærsta boxmót í heimi í Gautaborg Svíþjóð ACBC (Angered Centrum Box Cup) enn keppnin fagnaði 30 ára afmæli um helgina. 450 keppendur víðsvegar úr heiminum tóku þátt í mismunandi flokkum og fóru fram 300 viðureignir á þremur dögum.  Frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC í Kópavogi tóku þátt níu keppendur með þeim í för var Arnór Már Grímsson úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar ásamt þremur þjálfurum úr HFK/VBC þeim Kjartani  Einari og Birgir Þór.  
 .
Tinna Von keppti í B class 66 kg flokk og stóð sig vel enn sigurinn var ekki hennar í þetta skiptið. Ásgrímur Egilson keppti B class 69 kg og tapaði naumlega á klofnri dómaraákvörðun 2-1.  Hróbjartur Havsteen Trausti keppti í B Class 81 kg og stóð sig mjög vel enn tapaði á ákvörðun dómara. Jafet Örn Þorsteinsson keppti í A class 75 kg lendi á móti erfiðum andstæðing stóð sig gríðarlega vel enn tapaði á klofnari dómaraákvörðun 2-1 enn andstæðingur Jafets sigraði mótið.  Emin Kadri tryggði sér gullið í Junior flokk 66 kg – Bárður Lárusson tók silfur í B Class 60 kg – Jakub Sebastian Warzycha tók silfur í B Class 75 kg – Kristján Ingi Kristjánsson tryggði sér gullið í B class 91 kg – Þórður Bjarkar Árelíusson tryggði sér gullið í A class 56 kg – Arnór Már Grímsson úr HFH tók silfur í A class 69 kg. 
.
Við hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC erum gríðarlega stolt af okkar keppnisliði sem hefur verið að gera það gríðarlega gott á erlendri grundu á þessu á ári. Næsta erlenda mótið verður síðan landsliðsmótið Tammer í Finnlandi enn þar mun Jafet Örn Þorsteinsson keppa fyrir hönd Íslands.

Stór sigur VBC/HFK á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um helgina

DSC03131

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum – úr röðum VBC/HFK tóku sjö keppendur þátt í fimm þyngdarflokkum.
Emin Kadri keppti í flokk unglinga í flokki -63 kg og vann gullið.
Bárður Lárusson og Þórður Bjarkar kepptu báðir í -64 kg flokk enn Bárður keppir vanalega í -60 kg flokki. Þórður og Bárður stóðu sig báðir frábærlega og vann Þórður gullið mjög sannfærandi og Bárður tók bronsið.
Ásgrímur Egilsson keppti í -69 kg flokki. Ásgrímur stóð sig frábærlega og vann gullið.
Jafet Örn Þorsteinsson keppti í -75 kg flokki og vann gullið ásamt því að vera valin boxara mótsins þriðja sinn í röð og fékk að halda Bensabikaranum að launum. Þess má geta að þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Jafets.
Rúnar Svavarsson og Kristján Kristjánsson kepptu í -91 kg flokki og eftir undankeppnina mættust þeir í úrslitum eftir hörku viðureign landaði Kristján gullinu og Rúnar silfrinu.

Afrakstur mótsins eru 5 Íslandsmeistaratitlar 1 silfur 1 brons og Jafet Örn Þorsteinsson var valin besti boxari mótsins 3 sinn í röð . Við hjá VBC/HFK erum mjög stolt af okkar keppendum og félagsmönnum til hamingju öll með frábæran árangur. Áfram VBC/HFK!!

 

 

 

Hvítur á leik var haldið í þriðja sinn um helgina.

_O4P1849

Hvítur á leik var haldið í þriðja sinn í gær í VBC, tæplega 50 keppendur frá sjö félögum tóku þátt.

VBC MMA hélt hið árlega glímumót „Hvítur á leik“ þann 23 júli sl. Var þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið og þótti okkur dagurinn einstaklega vel heppnaður í alla staði. Um 50 keppendur frá sjö félögum kepptu í níu þyngdarflokkum, þá fóru einnig fram tvær „ofurglímur“. Þar áttust við annarsvegar Halldór Logi, brúnbeltingur úr Fenri og Eggert Djaffer fjólublábeltingur úr Mjölni. Seinni ofurglíman bauð svo upp á eina af skemmtilegri viðureignum sem við í VBC höfum orðið vitni að, en þar tók okkar eigin Igor Gladun (VBC) á móti Sveinbirni Jun Iura (Ármann). Þarna má með sanni segja að hafi mæst stálinn stinn en Igor er Freestyle Wrestling reynslubolti og Sveinbjörn einn fremsti Júdókappi okkar Íslendinga. Að ofurbardögunum loknum hófust opnir flokkar karla og kvenna og í lok dags hafði VBC nælt sér í 11 verðlaunapeninga og hlotið sigur úr bítum í fjórum flokkum. VBC vill þakka öllum þeim er komu að mótinu í ár, starfsfólki, áhorfendum, þjálfurum og keppendum. Sjáumst aftur að ári.

 

Myndir frá mótinu á facebook síðu félagsins má finna hér.

 

Hér má sjá úrslit mótsins:
-64 kg flokkur kvenna

1. sæti: Kolka Rós (VBC)
2. sæti: Halla Björg Ólafsdóttir (VBC)

-74 kg flokkur kvenna

1. sæti: Hulda Margrét Hauksdóttir (Pedro Sauer)
2. sæti: Hafdís Erla Helgadóttir (Mjölnir)
3. sæti: Ingibjörg Gylfadóttir (VBC)

-70 kg flokkur karla

1. sæti: Alfreð Steinmar Hjaltason (Fenrir)
2. sæti: Sigurður Marías Sigurðsson (Mjölnir)
3. sæti: Ægir Már Baldvinsson (Sleipnir)

-76 kg flokkur karla

1. sæti: Ingvar Ágúst Jochumson (VBC)
2. sæti: Birkir Ólafsson (VBC)
3. sæti: Jeremy Francis Aclipen (Mjölnir)

-82,3 kg flokur karla

1. sæti: Stefán Ingi Jónsson (VBC)
2. sæti: Brynjar Freyr Jónsson (Gleipnir)
3. sæti: Guðni Guðmundsson (Mjölnir)

-94,3 kg flokkur karla

1. sæti: Anton Logi Sverrisson (VBC)
2. sæti: Karl Óskar Smárason (Mjölnir)

+100 kg flokkur karla

1. sæti: Árni Gils Hjaltason (Mjölnir)
2. sæti: Gunnar Gústav Logason (Sleipnir)
3. sæti: Sigurður Jón Sigurðsson (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Hulda Margrét Hauksdóttir (Pedro Sauer)
2. sæti: Sigurlaug Sturlaugsdóttir (VBC)
3. sæti: Kolka Rós (VBC)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Sigurður Jón Sigurðsson (Mjölnir)
2. sæti: Stefán Ingi Jónsson (VBC)
3. sæti: Ingvar Ágúst Jochumson (VBC)

Glæsilegur árangur á ÍM í hnefaleikum um helgina

10391817_10153195539626841_7578727636584833381_n

 

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum 2016 á vegum HNÍ í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Frá Hnefaleikafélagi Kópavogs / VBC kepptu þeir Jafet Örn Þorsteinsson, Rúnar Svavarsson og Kristján Ingi Kristjánsson í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

 

Jafet Örn Þorsteinsson vann gull í -75 kg flokki ásamt því að vera valinn besti boxari mótsins annað sinn í röð. Þetta er í þriðja skipti sem Jafet vinnur titilinn
Rúnar og Kristján úr HFK kepptu um titilinn í -91 kg og eftir hörku spennandi viðureign vann Kristján gullið. Imma Arnþórsdóttir úr Mjölnir/HR vann gull í -60 kg flokki kvenna. Stefnan hjá nýkrýndu Íslandsmeisturunum úr Kópavoginum er sett á Norðurlandamótið í hnefaleikum sem haldið verður í Gautaborg í lok mars.

 

Fjölmennt á diplómamóti HFK/VBC ungmenna um helgina.

hfk_6_feb

Um helgina fór fram fjölmennasta ungmennamót í hnefaleikum sem haldið hefur verið í VBC/HFK. 42 keppendur víðsvegar af landinu á aldrinum 10-15 ára tóku þátt á mótinu og voru 20 viðureignir þar sem ungmenni komu saman og fengu tækifæri á að sýna tæknikunnáttu á móti andstæðing. Enn dæmt er út frá kunnáttu og stjórn í hringnum og öll þung högg bönnuð.

Allur keppendur úr Hnefaleikafélagi Kópavogs stóð sig með prýði og hlaut Emin Kadri 13 ára úr Kópavogi brons viðurkenningu fyrir góðan árangur enn hann hefur tekið þátt í yfir þrjátíu keppnum.

Fimm hnefaleikafélög tóku þátt á mótinu enn það voru Hnefaleikafélag Hafnafjarðar, Hnefaleikafélagið Æsir, Hnefaleikafélag Akranesar og Hnefaleikafélag Kópavogs sem stóðu fyrir mótinu.