top of page

Hnefaleikar

Telja má að hnefaleikar séu frægasta bardagaíþrótt í heimi, en margar störnur hafa risið upp í gegnum tíðina og orðið frægar í gegnum íþróttina. Til að mynda Muhammed Ali, Mike Tyson, Floyd Mayweather og svo mætti lengi telja.

Hnefaleikar hafa verið til í einhverju formi í árhundruð en á Íslandi eru í boði tvennskonar keppnisform hnefaleika: Diplómahnefaleikar og Ólympískir hnefaleikar.

Hnefaleikafélag Kópavogs (HFK) er aðildarfélag að Hnefaleikasambandi Íslands (HNÍ)

f127010560_edited_edited.jpg

Diplómahnefaleikar

Diplómahnefaleikar eru mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni fyrir byrjendur. Í diplómahnefaleikum er dæmt eftir tækni og framferði hnefaleikarans í hringnum.

Í diplómahnefaleikum er bannað að slá fast, og þetta form byggist á allan máta á því að sýna tæknilega kunnáttu.

Iðkendur læra að boxa mjúkt og tæknilega, að sýna kunnáttu sina og að aðlagast andstæðningnum sínum.

Það er dæmt á 5 stiga skala, þar sem 3 stig samsvara hæfilegri kunnáttu og hinn fullkomni boxari fengi 5 stig.

Hver lota er 3 lotur og þær eru dæmdar af þremur stigadómurum og 1 hringdómara.

Ef keppanda tekst að safna 27 stigum (3 stig x 3 dómarar x 3 stig) eða meira mun sá hinn sami hljóta viðurkenningu fyrir kunnáttu sína og útskrifast sem fullgildur hnefaleikari.

DSC00162.jpeg
f127010560_edited.jpg
DSC09669.jpeg

Ólympískir hnefaleikar

Ólympískir hnefaleikar fara fram í hnefaleikahring á milli tveggja einstaklinga.

 

Hægt er að sigra á eftirfarandi máta:

Á stigum, andstæðingur gefst upp, hringdómari stöðvar leikinn, útilokun vegna brots, tæknilegt rothögg, tæknilegt rothögg vegna meiðsla, rothögg og walkover (ef andstæðingurinn mætir ekki í hringinn). 

Tímalengd hjá Elite körlum og konum eru 3 lotur þar sem hver lota er 3 mínúta og með 1 mín hvíld á milli lotna.

Loturnar eru dæmdar af 3 stigadómurum sem valdir eru af handahófi af 5 dómara vali.

 

Hver lota er skoruð þannig að sigurvegarinn fær 10 stig og andstæðingurinn 6-9 stig eftir því hvernig hann stóð sig.

bottom of page