Spartanþrek

Hjá VBC er í boði að stunda Spartanþrek sem eru vinsælir þrektímar fyrir þá sem vilja komast í frábært form.

Unnið er út frá hugmyndafræði HIIT (High Intensity Interval Training). HIIT æfingar eru keyrðar af mikilli ákvefð og stefnan sett á að ná hjartanu í háan púls og halda því þar á meðan á æfingunni stendur. Sem hefur margvísleg jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

 

Um stöðvarþjálfun er að ræða þar sem æft er með ketilbjöllum, lóðum, sparkpúðum og eigin líkamsþyngd.

Tímarnir henta vel bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

DSC09063.jpg