Fern verðlaun á Grettismótismótinu um helgina

22343828_10159656487685556_2071082114_o

Grettismót Mjölnis var haldið um helgina og var VBC með 4 keppendur og unnu þau til 4 verðlauna.

Eiður Sigurðsson átti frábært mót og glímdi hann alls 8 glímur. Eiður tók gull í -90 kg flokki, en var það einn sterkasti flokkur mótsins. Eiður keppti einnig í opnum flokki karla þar sem hann tók silfur eftir 4 glímur á móti erfiðum andstæðingum.
Karlotta Brynja nældi sér í silfur í opnum flokki kvenna eftir frábæra frammistöðu.
Gunnar Sigurðsson keppti í -68 kg og vann sér inn brons eftir erfiðar glímur.
Ilja Klimov keppti í -79 kg flokki karla en þurfti því miður að sætta sig við tap eftir harða baráttu við erfiðan andstæðing.

Við erum öll ótrúleg stolt af hópnum og glæsilegum árangri þeirra.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.