Fimm frá VBC keppa í Svíþjóð 27 mars.

20150319_175900

27 mars næstkomandi heldur keppnishópur frá VBC MMA til Svíþjóðar til að taka þátt á Muay Thai mótinu Rumble in Vasby sem haldið verður í Vasby rétt fyrir utan Stokkhólm. Margir þeirra öflugustu í Evrópu taka þátt á mótinu og gefur strákunum gott tækifæri til að koma sér áfram í bardagasenunni í Svíþjóð.

 

Isa Tisblad og Simon Ogolla (VBC/TIP Stokkhólm) keppa á sama kvöldi í A flokk (Pro) ásamt hinni sterku Sofiu Olafsson.

 

Frá VBC MMA taka þátt á mótinu.

Örnólfur Þór Guðmundsson
Viktor Freyr Hallsteinsson
Valdimar Jónsson
Sæmundur Ingi Margeirsson
Þórður Bjarkar Árelíusson

 

.
Örnólfur -71kg og Valdimar -91kg keppa í flokk D
Viktor -63kg og Sæmundur -71kg keppa í flokk C
Þórður Bjarkar keppir sinn fyrsta B Class bardaga sem er án hlífa og 5 lotur.
Með þeim í för fara þeir James Davis og Kjartan Valur Guðmundsson.

 

Hægt verður að fylgjast með strákunum á Facebook síðu VBC MMA

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.