Fimm gull hjá VBC á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um helgina

vbc_im_2018

 

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í hnefaleikum á vegum HNÍ.  Mótið fór fram í Reykjanesbæ og var keppt á laugardag í undanúrslitum og á sunnudag í úrslitum.

Frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC tóku þátt þeir Emin Kadri Eminsson, Tómas Einar Ólafsson, Ásgrímur Egilsson, Þórður Bjarkar Árelíusson og Kristján Kristjánsson enn þeir eru allir voru ríkjandi Íslandsmeistarar frá 2017.

 

 

Emin Kadri keppir í flokki unglinga í -64 kg flokki og fór með öruggan sigur eftir TKO í byrjun þriðju lotu á móti Mána Mayers úr Hnefaleikafélagi Æsir. Emin Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Þórður Bjarkar sem keppir vanalega í -60 kg flokk en enginn keppandi var skráður í þann flokk þannig Þórður keppti í næsta þyngdarflokk fyrir ofan -64 kg Elite og sigraði sinn bardaga á öruggum dómaraúrskurði 5-0. á móti Alexander Puckov úr HR/Mjölnir. Þórður Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Ásgrímur Egilsson keppir í -69 kg flokk Elite hann sigraði  á 4-1 á dómaraákvörðun eftir spennandi bardaga á móti Daníel Alot úr HR/Mjölnir. Ásgrímur Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Tómas Einar Ólafsson keppir í -81 kg flokki Elite hann fór á móti Magnús Marchin úr Hnefaleikafélagi Reykjaness og sigraði Tómas eftir skemmtilegan bardaga á 4-1  dómaraákvörðun og varð Íslandsmeistari annað árið í röð.
Kristján Ingi Kristjánsson keppir í -91 kg flokk Elite og fór hann á móti flottum boxara úr HR/Mjölnir Elmar Gauta og sigraði Kristján á einróma dómaraúrskurði og varði titilinn sinn þriðja árið í röð.

 

Besti boxari Íslandsmeistaramótsins var valinn og hlaut til viðurkenningar Bensabikarinn enn að þessu sinni var það okkar Emin Kadri Eminsson. Hann hlaut einnig viðurkenningu og bikar fyrir tæknilegusta bardaga mótsins. Emin er 15 ára og hefur sýnt og sannað að hann sé einn efnilegasti hnefaleikamaður landsins þrátt fyrir ungan aldur.  Við hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC erum afar stolt af hópnum okkar sem sýnir sterkan samhug í keppnum, æfingum og undirbúningi. Við viljum koma á þökkum til Hnefaleikanefnd Íslands fyrir glæsilegt mót og þökkum til allra keppanda og þjálfara sem komu að mótinu um helgina.

 

emin_2

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.