Frábær árangur VBC á ÍM barna og unglinga í BJJ

Glæsilegt Íslandsmeistaramót barna- og unglinga fór fram þann 31. Október á Akureyri.
VBC var aðeins með 8 keppendur í flokki unglinga en þau stóðu sig frábærlega. 4 Íslandsmeistaratitlar og 1 silfur.
Þau Gunnar Sigurðsson, Karlotta Brynja Baldvinsdóttir, Styrmir Þór Haukson, Sædís Karolína Þóroddsdóttir unnu öll gull í sínum flokkum og nældi hann Óðinn Ýmisson sér í silfur eftir glæsilega frammistöðu á sínu fyrsta móti.
Unglingastarf VBC er aðeins eins árs gamalt og erum við ótrúleg stolt af árangrinum sem hópurinn hefur náð á þessum stutta tíma. Í haust bættist einnig við barna hópur hjá okkur fyrir 6-11 ára og verður spennandi að sjá þau vaxa sem íþróttafólk í þessari yndislegu grein!

 

No Comments

Post A Comment