Frábær árangur VBC á ÍM í BJJ um helgina

_mg_1369-edit

 

 

 

Íslandsmeistaramótið í Brasilísku Jiu Jitsu var haldið í gær og voru 8 keppendur sem tóku þátt frá VBC, þau stóðu sig öll rosalega vel og unnu til 8 verðlauna.

 

Ólöf Embla (þjálfari kvennastarfs VBC) vann gull í -64 kg flokki kvenna ásamt því að vinna opinn flokk kvenna, en er þetta annað árið í röð sem Ólöf vinnur tvöfalt. Daði Steinn (yfirþjálfari VBC) vann -88 kg flokk karla. Guðrún Björk (þjálfari barnahóps VBC) tók silfur í bæði +64 kg og opnum flokki kvenna. Ýmir vésteinsson tók silfur í -100 kg flokki karla. Gunnar Sigurðsson tók silfur í -64 kg flokki karla. Marek Bujlo tók brons í opnum flokki karla eftir hörku glímur og frábæra frammistöðu.

 

 

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.