
03 Jul Frábærir sigrar hjá VBC í Bandaríkjunum og Svíþjóð um síðustu helgi.
Þau Daði Steinn, Guðrún og Ólöf kepptu á BJJ móti í Bandaríkjunum í gær. Keppt var í Gi og NoGi.
Ólöf stóð sig frábærlega á fyrsta mótinu sínu sem blábeltingur og vann allar sínar glímur örugglega án þess að fá svo mikið sem eitt stig á sig.
Daði vann einnig allar sínar glímur bæði í Gi og Nogi og auðvitað á submissioni.
Guðrún fékk ekki andstæðing þrátt fyrir að hafa fært sig milli flokka og jafnvel upp í blábeltinga flokk.
Gaman er að segja frá því að ekki eitt einasta stig var skorað á okkar fólk á öllu mótinu og fengu þau öll mikið hrós fyrir sínar glímur af viðstöddum.
Þórður Bjarkar keppti sinn annan B-Bardaga Semi Pro í Stokkhólm Svíþjóð og sigraði sinn bardaga á móti hinum Finnska Timo Venäläinen sem hefur 15 bardaga á bakinu á móti fimm Muay Thai bardögum hjá Dodda.
Til hamingju með árangurinn snillingarnir okkar!
Sorry, the comment form is closed at this time.