Fréttir

Æfingar hafnar að nýju

1394053_650169405005543_1836261458_n

Húsnæðið er alveg að komast í gagnið en æfingar hefjast að nýju í dag og stefnt er að fullklára æfingarrýmið og búningsklefana dag og á morgun. Viljum koma  á framfæri sérlegum þökkum til allra sem hafa lagt hönd í plóg að byggja upp nýju æfingaaðstöðuna. Gamla húsnæðið var löngu orðið of lítið fyrir okkur og verður mikill munur að komast í rúmlega 750 fermetra æfingasvæði. Kynnum á morgun nýja tíma í stundatöfluna, þar á meðal verður boðið upp á íþróttastarf alveg frá 7 ára aldri. Smiðjuvegur 28 Kópavogi allir velkomnir

Seinkun á opnun fram á mánudag

1379358_651178791571271_253342176_n

Unnið er hörðum höndum á hverjum degi fram að kvöldi. Náum ekki að opna á morgun eins og stefnt var að. Stefnum á mánudaginn allt annað er plús. Enn og aftur þökkum við öllum sem hafa komið að framkvæmdunum.

Muay Thai Grunnur hefst 2 október, skráning í fullum gangi

1238810_621619254527225_1017590187_n

Muay Thai grunnur mun byrja 2. október, erum byrjuð að taka á móti skráningu á netfangið vbc@vbc.is, sendir nafn, kennitölu og símanúmer.

Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné.

Kennt er mánudaga og miðvikudaga klukkan 19:30 til 20:30. 6 vikna námskeið. Verð 16,900,-

Tilkynning

New

Vegna fyrirhugaðra breytinga hjá VBC (sem verða tilkynntar fljótlega) höfum við ákveðið að fresta námskeiðinu Muay Thai grunnur þar til 2. október. Spörtuþrek kemur einnig til með að frestast þar til 2. október sem og Combat flex sem mun þá byrja 1. október. Þökkum þolinmæðina og þann mikla áhuga sem við höfum fengið á fyrirhuguðum námskeiðum!

Spartanþrek nýtt hjá VBC

Spartanþrek eru nýjir tímar hjá VBC þar sem
einbeitt er á úthald, styrk og snerpu.

Tímarnir eru HIIT (high intensity interval training)
stöðvarþjálfun þar sem æft er með ketilbjöllum, lóðum, sparkpúðum og eigin líkamsþyngd. Tímarnir eru afar krefjandi fyrir lengra komna og mjög aðgengilegir fyrir nýja iðkendur.

Fyrsti tími er laugardaginn 14 september klukkan 11:00 allir velkomnir meðan húsrými leyfir.

Nánari upplýsingar í 537-1101 og vbc@vbc.is

spartanlogo500x500

VBC_CoverPhoto_Logo_300

Ný stundatafla tekur gildi 2 september

Ný stundatafla tekur gildi 2 september og hafa verið gerðar nokkrar breytingar á tímasetningum ásamt nýjum tímum sem eru að byrja hjá okkur.

Spartanþrek byrjar laugardaginn 14 september næstkomandi með látum undir handleiðslu Lísu Óskarsdóttur. Jafet Örn Þorsteinsson og Kjartan Valur Guðmundsson koma einnig með til að þjálfa tímana.

Combat flex með Þórdísi Guerreira Georgsdóttur byrja aftur eftir sumarfrí og verða í hádeginu á þriðjudögum, tímarnir byrja þriðjudaginn 10 september.

VBC_Stundatafla_haust2013

Nú er tíminn til að byrja að boxa.

HFK

Nú er tíminn til að byrja að boxa, byrjendaboxtímar kennt þriðjudaga fimmtudaga og föstudaga 17:30 -18:30. Í sumar verða byrjendatímarnir opnir, getur byrjað hvenær sem er. 8 vikur 14,900,- frír prufutími. Kennari Jafet Örn Þorsteinsson

Íslandsmeistari veltivigt 2013

jafet2013

Jafet okkar vann öruggan sigur á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum sem haldið var í Mjölniskastalanum í gærkvöldi. Jafet var valinn hnefaleikamaður mótsins og fékk Bensa farandsbikarinn sem er til heiðurs Benedikts Oddssonar, einn af stofnendum og var virkur meðlimur Hnefaleikafélags Reykjanesar sem lést af slysförum árið 2000. Jafet er einn af stofnendum Hnefaleikafélags Kópavogas, sem stofnað var á þessu ári. Jafet keppti undir Hnefaleikafélaginu Æsir,  við stefnum á að geta keppt undir okkar félagi: Hnefaleikafélags Kópavogs innan tíðar. Viljum þakka Villa hjá Æsir kærlega fyrir alla aðstoðina

 

Muay Thai Grunnur byrjar 6 maí

Muay Thai Grunnur

Muay Thai grunnur mun byrja 6. maí, erum byrjuð að taka á móti skráningu á netfangið vbcgrunnur@gmail.com

Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné

Kennt er mánudaga og miðvikudaga klukkan 17:30 til 18:30. 8 vikna námskeið. Verð 14,900,-