Fréttir

Ný stundatafla tekur gildi 2 september

Ný stundatafla tekur gildi 2 september og hafa verið gerðar nokkrar breytingar á tímasetningum ásamt nýjum tímum sem eru að byrja hjá okkur.

Spartanþrek byrjar laugardaginn 14 september næstkomandi með látum undir handleiðslu Lísu Óskarsdóttur. Jafet Örn Þorsteinsson og Kjartan Valur Guðmundsson koma einnig með til að þjálfa tímana.

Combat flex með Þórdísi Guerreira Georgsdóttur byrja aftur eftir sumarfrí og verða í hádeginu á þriðjudögum, tímarnir byrja þriðjudaginn 10 september.

VBC_Stundatafla_haust2013

Nú er tíminn til að byrja að boxa.

HFK

Nú er tíminn til að byrja að boxa, byrjendaboxtímar kennt þriðjudaga fimmtudaga og föstudaga 17:30 -18:30. Í sumar verða byrjendatímarnir opnir, getur byrjað hvenær sem er. 8 vikur 14,900,- frír prufutími. Kennari Jafet Örn Þorsteinsson

Íslandsmeistari veltivigt 2013

jafet2013

Jafet okkar vann öruggan sigur á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum sem haldið var í Mjölniskastalanum í gærkvöldi. Jafet var valinn hnefaleikamaður mótsins og fékk Bensa farandsbikarinn sem er til heiðurs Benedikts Oddssonar, einn af stofnendum og var virkur meðlimur Hnefaleikafélags Reykjanesar sem lést af slysförum árið 2000. Jafet er einn af stofnendum Hnefaleikafélags Kópavogas, sem stofnað var á þessu ári. Jafet keppti undir Hnefaleikafélaginu Æsir,  við stefnum á að geta keppt undir okkar félagi: Hnefaleikafélags Kópavogs innan tíðar. Viljum þakka Villa hjá Æsir kærlega fyrir alla aðstoðina

 

Muay Thai Grunnur byrjar 6 maí

Muay Thai Grunnur

Muay Thai grunnur mun byrja 6. maí, erum byrjuð að taka á móti skráningu á netfangið vbcgrunnur@gmail.com

Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné

Kennt er mánudaga og miðvikudaga klukkan 17:30 til 18:30. 8 vikna námskeið. Verð 14,900,-

Boxgrunnur að hefast 2 april

boxgrunnur2

Boxgrunnur er vinsælt námskeið þar sem farið er vel í
grunnatriðin í hnefaleikum og kjörið fyrir byrjendur jafnt sem lengra
komna sem vilja fara betur í grunninn.

Kennt er 3 svar í viku þriðjudaga fimmtudaga og föstudaga klukkan 18:30 til 19:30

Verð 14.900.- fyrir 6 vikur

Ef þú vilt vera með sendir þú nafn og kennitölu á jafet@vbc.is

Combat flex nýjir tímar 21 mars

537763_10200410505488918_1698260913_n

 

Combat Flex! Tímar þar sem farið er yfir hreyfanleika, styrktarteygjur, djúpar einstaklings og félaga teygjur.
Áhersla lögð á að koma jafnvægi á liðleika og styrkleika.
Kennt er alla fimmtudaga, klukkan 20:00 opnir tímar allir meðlimir velkomnir