Þórður Bjarkar sigraði á West Coast Battle um helgina

Ljósmyndari Róbert Elís Erlingsson

 

 

Um helgina fór fram West Coast Battle tíunda sinn sem er eitt af sterkastu Muay Thai mótum Evrópu.    Þórður Bjarkar Árelíusson úr VBC keppti á móti sterkum andstæðing Johan “Woody” Nörgard frá South Side Muay Thai í Stokkhólm.   

 

Bardaginn fram í Semi Pro þar sem olnbogar og hné í höfðuð er leyft.  Þórður tók stjórn á bardaganum frá fyrstu sekúndu og var mjög beittur í fyrstu lotu og náði að vinna vel í skrokknum á Svíanum.   Í byrjun á annari lotu náði Þórður góðum olnboga sem Þórður fylgdi eftir með skrokk höggi og lærsparki, niður fór Svíinn og talið var yfir honum. Þórður kláraði síðan andstæðing sinn nokkrum sekúndum seinna með snúnings olnboga.  Glæsileg frammistaða hjá okkar manni sem hefur stimplað sig rækilega vel inn í Skandanavísku Muay Thai senuna og liggur núna leiðin í atvinnubardaga í byrjun 2019.

 

 

 

Við spurðum Þórð Bjarkar hvað væri framundan hjá honum.  Ég held áfram að bæta mig og æfa af krafti, ég stefni alla leið. 

 

 

 

Hvenær á von á þér aftur í hringinn ? Ég á von á mínu fimmta barni milli jól og nýárs þannig ef allt gengur vel þá stefnum við á næsta bardaga í febrúar/mars þá í atvinnumanna flokki. 

 

 

 

Skráning hafin í byrjendatíma í september

 

Byrjendatímar í Hnefaleikum, Muay Thai, Brasilísku Jiu Jitsu og MMA byrja 3 og 4 september.

 

 

 

Box byrjendur: byrjar 3 september.  –  Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00

Hér er lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma, byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni.
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.

 

 

 

Muay Thai byrjendur:  byrjar 4 september.  – Kennt  þriðjudaga og fimmtudaga frá 18:00 – 19:00

Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum.

 

 

 

BJJ byrjendur: byrjar 4 september. – kennt  þriðjudaga og fimmtudaga frá 20:00 – 21:00 og einnig eru hádegistímar í boði frá 12:00 – 13:00.

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma.

Opnir öllum hvítbeltum sem vilja læra og styrkja grunninn sinn í Brasilísku jiu jitsu. Þegar iðkendur hafa öðlast góðan grunn geta þeir síðan mætt í miðstigstímana með leyfi þjálfara. Ekki er gerð krafa á að iðkendur eigi æfingagalla í þessum tímum.

 

 

 

 

MMA byrjendur:  Nýjir tímar á stundatöflu VBC.

MMA Grappling er á mánudögum og miðvikudögum frá 19:30 – 20:30 og MMA Striking föstudögum 18:00 – 19:00
Þjálfarar Daði Steinn svartbelti í BJJ og Þórður Bjarkar Muay Thai þjálfari.

Enginn krafa er gerð um að vera í formi eða hafa þekkingu á bardagaíþróttum.

 

 

 

Verð fyrir 4 vikna byrjenda námskeið er 18.900.-

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is sendir fullt nafn, kt og símanúmer. Upplýsingar í 537-1101

Skráning í barna og ungmennastarf VBC Haust 2018

Nú er ný önn að hefjast í barna- og unglingastarfinu og er skráning hafin á vbc.felog.is. Æfingar byrja mánudaginn 3. september.

 

Brasilískt jiu-jitsu

8-15 ára

 

Kennt er fjóra daga í viku, mánudaga til fimmtudaga, klukkan 17:00 – 18:00

Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi, og ábyrgð eru gildi sem við kennum krökkunum í vinalegu og gagnvirku umhverfi.

Æfingagjald fyrir önnina eru 29.500kr, eða 39.500 ef keyptur er glímugalli (gi) við skráningu.

 

 

Box

Börn: 5 – 11 ára

 

Kennt er tvo daga í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, klukkan 17:00 – 17:45

Lögð er megináhersla á tæknikennslu í gegnum skemmtilega leiki og æfingar í öruggu umhverfi.

 

 

Unglingar: 12 – 16 ára

 

Kennt er tvo daga í viku, mánudaga og miðvikudaga, klukkan 17:00 – 18:00

Lögð er megináhersla á tæknikennslu í öruggu umhverfi.

 

 

Muay Thai

12 – 16 ára

 

Kennt er tvo daga í viku, mánudaga og miðvikudaga, klukkan 17:00 – 18:00

Lögð er megináhersla á tæknikennslu og grunnatriði í íþróttinni í öruggu og stjórnuðu umhverfi.

 

Skráning fer fram í gegnum vbc.felog.is/

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar, vbc.is. Endilega sendið á vbc@vbc.is eða á facebook síðu okkar, vbcmma, ef spurningar vakna.

 

Guðrún Björk með 3 gull og 1 silfur á Spanish national

IMG_20180618_214647

Guðrún Björk Jónsdóttir, meðlimur VBC náði frábærum árangri um helgina á Spanish nationals. Mótið fór fram í Guadalajara, rétt fyrir utan Madrid á Spáni. Hún keppti alls í fjórum flokkum og vann þrjú gull og eitt silfur.

Í gi vann Guðrún gull í -79,5 kg flokki eftir að vinna andstæðing sinn örugglega á stigum. Í opnum flokki í gi hafnaði Guðrún í öðru sæti þar sem hún vann fyrstu glímuna sina á stigum og tapaði í úrslitum á dómaraúrskurð.

Í nogi tók Guðrún gull í -76,5 kg flokki og í þeim opna. Hún vann úrslitaglímuna sína í -76,5 kg á stigum. Í opna flokknum vann hún fyrstu glímuna sína á stigum og þá seinni á armbar olnbogalás.

Spanish nationals er stórt aljóðlegt mót þar sem fólk allstaðar að mætir til leiks. Þetta er svo sannarleg flottur árangur hjá Guðrúnu og erum við stolt af henni.

Guðrún Björk með 1 gull og 3 silfur á Naga á spáni

20180602_182135

 

Guðrún Björk, þjálfari barna og unglinga hjá VBC, keppti um helgina á Naga á spáni. Alls keppt hún í 4 flokkum,

Guðrún Björk Jónsdóttir, þjálfari barna og unglinga í BJJ hjá VBC, tók þátt á NAGA móti sem fór fram í Malaga. Hún keppti í expert flokki í nogi (án galla) en expert flokkurinn er ætlaður fjólublá belti og hærra gráðaða. Þess má geta að Guðrún er með blátt belti. Einnig keppti hún í gi í flokki fyrir blá og fjólublá belti.

 

Guðrún vann sinn flokk í nogi og fékk silfur í gi. Henni var einnig boðið að keppa í flokknum fyrir ofan sig í bæði gi og nogi og að sjálfsögðu tók hún því með glöðu geði. Í þeim flokki fékk hún silfur í bæði gi og nogi. Hún keppti því í fjórum flokkum og tekur heim þrjár silfur medalíur og eina gull. Glæsilegur árangur hjá Guðrúnu.

 

Flottur árangur á Mjölnir open unglinga

 

20180603_124705

Annað mjölnismót helgarinnar fór fram í dag þar sem ungmenni fædd á árunum 2001-2013 glímdu í sex aldursflokkum. Sjö krakkar kepptu fyrir hönd VBC og stóðu þau sig öll með prýði. Hópurinn fór sáttur heim með þrjú silfur og eitt gull.

Krakkarnir halda stöðugt áfram að bæta sig og verður gaman að sjá þau ná langt í framtíðinni.

 

Karlotta Brynja með tvöfalt gull á Mjölnir open

 

KarlottaMO

Mjölnir Open var haldið í þrettánda sinn í dag í húsakynnum Mjölnis. Keppt var í nogi (án galla) og voru 55 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum. Tveir keppendur kepptu fyrir hönd VBC í ár en það voru þau Davíð Freyr Guðjónsson og Karlotta Brynja Baldvinsdóttir.

 

Davíð Freyr keppti í stærsta flokki mótsins og tapaði því miður fyrstu glímunni sinni á tveimur stigum, en sú glíma var á móti Matthew Miller. Karlotta Brynja vann tvöfalt gull með öruggan sigur í bæði sínum flokki og opnum flokki kvenna.

 

Skráning á byrjenda námskeið í Maí 2018

Byrjendanámskeið í hnefaleikum og muay thai byrja 7 og 8 maí.

Verð fyrir 4 vikna námskeið 14.500.- verð fyrir 8 vikur 23.900.-

 

muaythai_grunnur

 

Box byrjendur: byrjar 7 maí.  –  Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00

Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.
Hér er lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma. byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni.
10306461_623126061128886_7420261008456292349_n
Muay Thai byrjendur:  byrjar 8 maí.  – Kennt  þriðjudaga og fimmtudaga frá 18:00 – 19:00
Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum.

Muay Thai byrjendur er 4 vikna námskeið þar sem allir byrja á sama stað, þekkingalega séð.
Enginn krafa um að vera í formi eða þekkingu á íþróttinni.
Farið er vel yfir stöður, hreyfingar, högg, spörk, hnéspörk og clinch.

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is sendir fullt nafn, kt og símanúmer. Upplýsingar í 537-1101

Daði Steinn gráðaður í svart belti

dadi_ymir

 

Í dag voru þeir Daði Steinn yfirþjálfari glímunar  gráðaður svarta beltinu og Ýmir gráðaður í brúnt belti. Vel verðskuldað hjá þeim og við óskum þeim innilega til hamingju. Það má segja með vísu að glímuhópurinn vex og dafnar með hverjum deginum sem líður.

Skráning á byrjendanámskeið í apríl.

Byrjendanámskeið í hnefaleikum, brasilísku jiu-jitsu og muay thai byrja 9 og 10 apríl. Verð fyrir 4 vikna námskeið 14.500.- verð fyrir 8 vikur 23.900.-

 

 

 

Box-lengra-komnir3-1024x682

Box byrjendur: byrjar 9 apríl  –  Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00

Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.
Hér er lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma. byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni. 
 
 .
.
MG_1370
Bjj byrjendur: byrjar 9 apríl – kennt  mánudaga og miðvikudaga frá 20:00 – 21:00
Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma. 
Opnir öllum hvítbeltum sem vilja læra og styrkja grunninn sinn í Brasilísku jiu jitsu. Þegar iðkendur hafa öðlast góðan grunn geta þeir síðan mætt í miðstigstímana með leyfi þjálfara. Ekki er gerð krafa á að iðkendur eigi æfingagalla í þessum tímum.
.
 .
_MG_1820
Muay Thai byrjendur:  byrjar 10 apríl  – kennt  þriðjudaga og fimmtudaga frá 20:00 – 21:00
Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum.

 

Muay Thai byrjendur er 4 vikna námskeið þar sem allir byrja á sama stað, þekkingalega séð.
Enginn krafa um að vera í formi eða þekkingu á íþróttinni.
Farið er vel yfir stöður, hreyfingar, högg, spörk, hnéspörk og clinch.
Nemandinn öðlast grunnskilning og þekkingu á íþróttinni áður en haldið er áfram í byrjendatíma.

.

 

 

 

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is sendir fullt nafn, kt og símanúmer. Upplýsingar í 537-1101