Byrjendatímar í Hnefaleikum, Muay Thai og Brasilísku Jiu Jitsu byrja 7 og 8. janúar 2019
Box byrjendur: byrjar 7. janúar. – Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00
Hér er meira lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma. byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni.
Muay Thai grunnur: byrjar 7 janúar. – Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 19:00 – 20:00
Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum. Farið er ítarlega í grunninn og einstaklingurinn undirbúin undir framhaldssig II
BJJ byrjendur: byrjar 8 janúar. – kennt þriðjudaga og fimmtudaga frá 20:00 – 21:00.
Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma.
Opnir öllum hvítbeltum sem vilja læra og styrkja grunninn sinn í Brasilísku jiu jitsu. Þegar iðkendur hafa öðlast góðan grunn geta þeir síðan mætt í miðstigstímana með leyfi þjálfara. Ekki er gerð krafa á að iðkendur eigi æfingagalla í þessum tímum.
Verð fyrir 4vikna námskeið er 18.900 kr.-