Fréttir

Skráning á byrjenda námskeið í Maí 2018

Byrjendanámskeið í hnefaleikum og muay thai byrja 7 og 8 maí.

Verð fyrir 4 vikna námskeið 14.500.- verð fyrir 8 vikur 23.900.-

 

muaythai_grunnur

 

Box byrjendur: byrjar 7 maí.  –  Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00

Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.
Hér er lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma. byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni.
10306461_623126061128886_7420261008456292349_n
Muay Thai byrjendur:  byrjar 8 maí.  – Kennt  þriðjudaga og fimmtudaga frá 18:00 – 19:00
Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum.

Muay Thai byrjendur er 4 vikna námskeið þar sem allir byrja á sama stað, þekkingalega séð.
Enginn krafa um að vera í formi eða þekkingu á íþróttinni.
Farið er vel yfir stöður, hreyfingar, högg, spörk, hnéspörk og clinch.

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is sendir fullt nafn, kt og símanúmer. Upplýsingar í 537-1101

Daði Steinn gráðaður í svart belti

dadi_ymir

 

Í dag voru þeir Daði Steinn yfirþjálfari glímunar  gráðaður svarta beltinu og Ýmir gráðaður í brúnt belti. Vel verðskuldað hjá þeim og við óskum þeim innilega til hamingju. Það má segja með vísu að glímuhópurinn vex og dafnar með hverjum deginum sem líður.

Skráning á byrjendanámskeið í apríl.

Byrjendanámskeið í hnefaleikum, brasilísku jiu-jitsu og muay thai byrja 9 og 10 apríl. Verð fyrir 4 vikna námskeið 14.500.- verð fyrir 8 vikur 23.900.-

 

 

 

Box-lengra-komnir3-1024x682

Box byrjendur: byrjar 9 apríl  –  Kennt mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00

Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.
Hér er lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma. byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni. 
 
 .
.
MG_1370
Bjj byrjendur: byrjar 9 apríl – kennt  mánudaga og miðvikudaga frá 20:00 – 21:00
Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og nota lása og hengingar til þess að fá hann til að gefast upp. Farið er yfir öll nauðsynleg undirstöðuatriði til að geta mætt í almenna BJJ tíma. 
Opnir öllum hvítbeltum sem vilja læra og styrkja grunninn sinn í Brasilísku jiu jitsu. Þegar iðkendur hafa öðlast góðan grunn geta þeir síðan mætt í miðstigstímana með leyfi þjálfara. Ekki er gerð krafa á að iðkendur eigi æfingagalla í þessum tímum.
.
 .
_MG_1820
Muay Thai byrjendur:  byrjar 10 apríl  – kennt  þriðjudaga og fimmtudaga frá 20:00 – 21:00
Muay Thai þýðir bókstaflega „Thai Boxing“ á tælensku. Íþróttin er einnig þekkt sem „Bardaglist átta útlima“ vegna þess að notaðar eru hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Í Muay Thai eru 8 snertipunktar í stað tveggja (hnefa) eins og í hnefaleikum.

 

Muay Thai byrjendur er 4 vikna námskeið þar sem allir byrja á sama stað, þekkingalega séð.
Enginn krafa um að vera í formi eða þekkingu á íþróttinni.
Farið er vel yfir stöður, hreyfingar, högg, spörk, hnéspörk og clinch.
Nemandinn öðlast grunnskilning og þekkingu á íþróttinni áður en haldið er áfram í byrjendatíma.

.

 

 

 

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is sendir fullt nafn, kt og símanúmer. Upplýsingar í 537-1101

Opnunartími VBC og HFK yfir páskana

páskar_2018

 

Opnunartími VBC og HFK yfir hátíðarnir.

Athugið að þetta eru einu tímarnir sem verða. Barna og ungmennastarf fellur niður til þriðjudagsins 3 apríl.

Fimmtudagur Skírdagur 29 mars. Spartanþrek 10:00 –  BJJ sameiginleg æfing 18:00 – 19:30
Föstudagur langi 30 mars.  Spartanþrek 10:00 –  BJJ sameiginleg æfing 18:00 – 19:30
Laugardagur 31 mars. Spartanþrek 10:00 Striking sparræfing 13:00 allir velkomnir
Sunnudagur páskadagur 1 apríl  Lokað.
Mánudagur annar í páskum 2 apríl. Spartanþrek 10:00 – Þursahnoð 15:00 – Sameiginleg boxæfing 16:00 – –  BJJ sameiginleg æfing 18:00 – 19:30

Blábeltingamót VBC 2018

IMG_6579

Annað árlegt blábeltingamót VBC var haldið í dag. Keppt var í Gi eftir IBJJF reglum, og glímdu 27 keppendur í sjö þyngdarflokkum og opnum flokkum beggja kynja. Einnig var ein ofurglíma milli Bjarka Þórs Pálssonar úr RVKMMA og Sigurpáls Albertssonar úr VBC. Sigurpáll sigraði glímuna með baseball hengingu í framlengingu eftir tæplega tólf mínútna glímu. Gull í opnum flokkum tóku Guðlaugur Þór Einarsson og Karlotta Brynja Baldvinsdóttir.

Auk Sigurpáls voru fimm keppendur frá VBC, sem allir tóku heim verðlaun.

 

Úrslit mótsins má finna hér að neðan:

Kk -64 kg

 1. Gunnar Sigurðsson, VBC
 2. Sigursteinn Óli Ingólfsson, Mjölnir
 3. Eggert Geir Axelsson, Mjölnir

Kk -70 kg

 1. Tómas Daði Bessason, Mjölnir
 2. Francis Jeremy Aclipen, Mjölnir
 3. Hlynur Torfi Rúnarsson, Mjölnir

Kk -76 kg

 1. Hrafn Þráinsson, Momentum BJJ
 2. Ilja Klimov, VBC
 3. Hákon Magnússon, RVK MMA

Kk -82 kg

 1. Valdimar Torfason, Mjölnir
 2. Vikar Hlynur Þórisson, Mjölnir
 3. Joseph Cardenas, Mjölnir

Kk -88 kg

 1. Guðlaugur Þór Einarsson, Mjölnir
 2. Guttormur Árni Ársælsson, Mjölnir
 3. Hrafnkell Þór Þórisson, Sleipnir

Kk +100 kg

 1. Sindri Már Guðbjörnsson, RVK MMA
 2. Anton Logi Sverrisson, VBC
 3. Guðmundur Þór Gíslason, Mjölnir

Kk opinn flokkur

 1. Guðlaugur Þór Einarsson, Mjölnir
 2. Valdimar Torfason, Mjölnir
 3. Birkir Ólafsson, VBC

Kvk -74 kg

 1. Lilja Rós Guðjónsdóttir, Mjölnir
 2. Margrét Ýr Sigurjónsdóttir, Mjölnir
 3. Hera Margrét Bjarnadóttir, Mjölnir

Kvk opinn flokkur

 1. Karlotta Brynja Baldvinsdóttir, VBC
 2. Hera Margrét Bjarnadóttir, Mjölnir

Skráning í byrjendanámskeið í mars 2018

10359511_694135964027895_2629055109633149007_n

Byrjendanámskeið byrja 5 & 6 mars.

 

Box:

Box – Byrjendur: mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00.
Box – Framhald: mánudaga,  miðvikudaga og föstudaga frá 19:00 – 20:00.
Fitness Box:  fyrir alla aldurshópa, kennt á mánudögum og miðvikudögum frá 20:00 – 21:00.

 

 

Spartanþrek:

Mánudaga 17:30 – 18:15
Þriðjudaga 06:30 – 07:30
Miðvikudaga 17:30 – 18:15
Fimmtudaga 06:30 – 07:30
Föstudaga 17:30 – 18:15
Laugardaga 12:00 – 13:00

 

 

Muay Thai:

Byrjendur: þriðjudaga og fimmtudaga 20:00 – 21:00
Stig 2: þriðjudaga og fimmtudaga 19:00 – 20:00
Hádegistímar: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 12:05 – 12:50

 

 

Brasilískt jiu-jitsu:

Byrjendur: mánudaga og miðvikudaga 20:00 – 21:00
BJJ: mánudaga og miðvikudaga 17:30 – 18:30
BJJ Framhald: mánudaga og miðvikudaga 18:30 – 20:00
Nogi: þriðjudaga og fimmtudaga 19:00 – 20:00
Nogi framhald: þriðjudaga og fimmtudaga 17:30 – 19:00

 

 

Verðskrá félagsins

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101

Fimm gull hjá VBC á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um helgina

vbc_im_2018

 

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í hnefaleikum á vegum HNÍ.  Mótið fór fram í Reykjanesbæ og var keppt á laugardag í undanúrslitum og á sunnudag í úrslitum.

Frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC tóku þátt þeir Emin Kadri Eminsson, Tómas Einar Ólafsson, Ásgrímur Egilsson, Þórður Bjarkar Árelíusson og Kristján Kristjánsson enn þeir eru allir voru ríkjandi Íslandsmeistarar frá 2017.

 

 

Emin Kadri keppir í flokki unglinga í -64 kg flokki og fór með öruggan sigur eftir TKO í byrjun þriðju lotu á móti Mána Mayers úr Hnefaleikafélagi Æsir. Emin Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Þórður Bjarkar sem keppir vanalega í -60 kg flokk en enginn keppandi var skráður í þann flokk þannig Þórður keppti í næsta þyngdarflokk fyrir ofan -64 kg Elite og sigraði sinn bardaga á öruggum dómaraúrskurði 5-0. á móti Alexander Puckov úr HR/Mjölnir. Þórður Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Ásgrímur Egilsson keppir í -69 kg flokk Elite hann sigraði  á 4-1 á dómaraákvörðun eftir spennandi bardaga á móti Daníel Alot úr HR/Mjölnir. Ásgrímur Íslandsmeistari annað árið í röð í ár.
Tómas Einar Ólafsson keppir í -81 kg flokki Elite hann fór á móti Magnús Marchin úr Hnefaleikafélagi Reykjaness og sigraði Tómas eftir skemmtilegan bardaga á 4-1  dómaraákvörðun og varð Íslandsmeistari annað árið í röð.
Kristján Ingi Kristjánsson keppir í -91 kg flokk Elite og fór hann á móti flottum boxara úr HR/Mjölnir Elmar Gauta og sigraði Kristján á einróma dómaraúrskurði og varði titilinn sinn þriðja árið í röð.

 

Besti boxari Íslandsmeistaramótsins var valinn og hlaut til viðurkenningar Bensabikarinn enn að þessu sinni var það okkar Emin Kadri Eminsson. Hann hlaut einnig viðurkenningu og bikar fyrir tæknilegusta bardaga mótsins. Emin er 15 ára og hefur sýnt og sannað að hann sé einn efnilegasti hnefaleikamaður landsins þrátt fyrir ungan aldur.  Við hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs og VBC erum afar stolt af hópnum okkar sem sýnir sterkan samhug í keppnum, æfingum og undirbúningi. Við viljum koma á þökkum til Hnefaleikanefnd Íslands fyrir glæsilegt mót og þökkum til allra keppanda og þjálfara sem komu að mótinu um helgina.

 

emin_2

2 sigrar á Bolamótinu

20180217_214659

Bolamót Mjölnis var haldið síðastliðið laugardagskvöld. Mótið fylgdi svokölluðum EBI reglum en þá eru engin stig talin heldur eru uppgjafartök það eina sem ræður úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem mót af þessu tagi hefur verið haldið hér á landi, en voru viðtökur svo góðar að þetta er mjög ólíklega í síðasta sinn. Keppnin samanstóð af níu glímum og voru átján keppendur frá sex félögum. Þrír einstaklingar kepptu fyrir hönd VBC.

 

Fyrstur var Sigurpáll Albertsson sem glímdi við Kristján Helga Hafliðason báðir eru þeir með fjólublátt belti. Sigurpáll kláraði glímuna hratt og örugglega með fótalás og tók hann einnig heim verðlaun fyrir uppgjafartak kvöldsins.

Næst var Karlotta Brynja Baldvinsdóttir sem glímdi við Alex Coleman frá Bandaríkjunum og kláraði glímuna með “armbar” í þriðju framlengingu. Alex hefur haft fjólublátt belti í tæpt ár og verið mjög sigursæl á mótum erlendis, en Karlotta hefur haft blátt belti í rúmt ár.

Síðastur frá VBC var Davíð Freyr Guðjónsson sem glímdi við Bjarka Þór Pálsson. Bjarki Þór er með fjólublátt belti og er einna best þekktur fyrir frammistöðu sína í MMA, en Davíð Freyr er með blátt belti. Davíð tók við glímunni úr höndum þjálfara síns, Daða Steins, með eins dags fyrirvara og laut hann lægra haldi fyrir Bjarka þegar sá síðarnefndi náði að klára guillotine.

 

 

Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og komu öllum á óvart sem voru að fylgjast með. Félagið heldur áfram að stækka og dafna, og spennandi verður að sjá hvað restin af 2018 ber í skauti sér.

 

Áfram VBC!

Ókeypis stelputímar í BJJ í mars

UF2A9696

Svokallaður meistaramánuður líður undir lok á næstu vikum, en það er engin ástæða til að hætta að ögra sjálfum sér og prófa eitthvað nýtt. VBC mun næstkomandi mars bjóða öllum áhugasömum stelpum að mæta á glímugólfið einu sinni í viku út mánuðinn og læra brasilískt Jiu-Jitsu undir leiðsögn Ólafar Emblu Kristinsdóttur. Markmið okkar er að kynna íþróttina fyrir stelpum á öllum aldri í jákvæðu og öruggu umhverfi og verður frítt að mæta í tímana allan mánuðinn. Þetta er því kjörið tækifæri til að byrja!

 

Ólöf Embla hefur heldur betur staðið upp úr í íþróttinni undanfarin ár. Hún var evrópumeistari hvítbeltinga árið 2015 og hefur unnið sér inn fimm íslandsmeistaratitla. Þess má einnig geta að hún var valin glímukona ársins 2016 eftir glæsilega frammistöðu sem þjálfari og keppandi bæði hér á landi og í Englandi.

 

20170513_155253(1)

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Íþróttin kennir iðkendum að nota líkama sinn á hátt sem aðrar íþróttir krefjast ekki og eykst líkamsvitund til muna. Tæknin í tímunum verður hugsuð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni en samt sem áður ættu allir að geta lært eitthvað sér til hags.

 

 

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en mætt er á fyrstu æfinguna:

 • Æskilegur fatnaður er ekkert hátíðlegra en venjuleg íþróttaföt. Mælt er þó með að koma ekki í víðum fötum né hlýrabolum.
 • Húsakynni VBC eru við Smiðjuveg 28, í grænu götunni
 • Ef spurningar vakna er um að gera að henda línu á vbc@vbc.is
 • Tímarnir verða kenndir í mars á þriðjudögum klukkan 20:00 – 21:00 frá og með þriðjudeginum 6. mars
 • Hægt er að fylgjast með á faceobook eventinu: Ókeypis stelputímar í BJJ í mars hjá VBC

Skráning í byrjendanámskeið í febrúar 2018

26993209_1508358739272276_4870687668698358173_n

Byrjendanámskeið byrja 5 & 6 febrúar.

 

Box:

Box – Byrjendur: mánudaga og miðvikudaga frá 18:00 – 19:00.
Box – Framhald: mánudaga,  miðvikudaga og föstudaga frá 19:00 – 20:00.
Fitness Box:  fyrir alla aldurshópa, kennt á mánudögum og miðvikudögum frá 20:00 – 21:00.

 

 

Spartanþrek:

Mánudaga 17:30 – 18:15
Þriðjudaga 06:30 – 07:30
Miðvikudaga 17:30 – 18:15
Fimmtudaga 06:30 – 07:30
Föstudaga 17:30 – 18:15
Laugardaga 12:00 – 13:00

 

 

Muay Thai:

Byrjendur: þriðjudaga og fimmtudaga 20:00 – 21:00
Stig 2: þriðjudaga og fimmtudaga 19:00 – 20:00
Hádegistímar: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 12:05 – 12:50

 

 

Brasilískt jiu-jitsu:

Byrjendur: mánudaga og miðvikudaga 20:00 – 21:00
BJJ: mánudaga og miðvikudaga 17:30 – 18:30
BJJ Framhald: mánudaga og miðvikudaga 18:30 – 20:00
Nogi: þriðjudaga og fimmtudaga 19:00 – 20:00
Nogi framhald: þriðjudaga og fimmtudaga 17:30 – 19:00

 

 

Verðskrá félagsins

Skráning fer fram í gegnum vbc@vbc.is og í síma 537-1101