Glæsilegur árangur á ÍM í hnefaleikum um helgina

10391817_10153195539626841_7578727636584833381_n

 

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum 2016 á vegum HNÍ í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Frá Hnefaleikafélagi Kópavogs / VBC kepptu þeir Jafet Örn Þorsteinsson, Rúnar Svavarsson og Kristján Ingi Kristjánsson í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

 

Jafet Örn Þorsteinsson vann gull í -75 kg flokki ásamt því að vera valinn besti boxari mótsins annað sinn í röð. Þetta er í þriðja skipti sem Jafet vinnur titilinn
Rúnar og Kristján úr HFK kepptu um titilinn í -91 kg og eftir hörku spennandi viðureign vann Kristján gullið. Imma Arnþórsdóttir úr Mjölnir/HR vann gull í -60 kg flokki kvenna. Stefnan hjá nýkrýndu Íslandsmeisturunum úr Kópavoginum er sett á Norðurlandamótið í hnefaleikum sem haldið verður í Gautaborg í lok mars.

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.