Glæsilegur árangur í fyrstu liðaferð VBC í Brasilísku Jiu Jitsu

Frábær vika á enda hjá okkar fólki i Danmörku.
Keppt var á Danish Open helgina 25-27 apríl sem og Copenhagen Open dagana 2-4 maí. Í millitíðinni æfði hópurinn í einum flottasta BJJ klúbbi Evrópu Arte Suave (Checkmat)
Alls voru 5 keppendur frá VBC skráðir til leiks og skemmst frá því að segja að stóðu þau sig öll með þvílíkum sóma og komust allir sem kepptu á CO 2014 á verðlaunapall. En niðurstaða ferðarinnar var 1x Gull, 1x Silfur og 7x Brons.
Innilega til hamingju með frábæran árangur Daði Steinn, Ari Páll, Heiðdís Ósk, Elías Kjartan og Pétur Óskar. Þetta ævintýri er rétt að byrja og eins og allir sjá setjum við stefnuna hátt í framtíðinni.

 

1002684_745795442109605_6276958864338087327_n

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.