Glæsilegur árangur VBC á Mjölnir Open 12

 

Unt1itled

Frábær árangur um helgina á Mjölnir Open. Frá VBC tóku þátt 6 keppendur og unnu þau 4 gull, 1 silfur og 2 brons!

Davíð​ Freyr nældi sér í brons í -77 eftir frábæra frammistöðu, góður árangur hjá honum!
Adda​ Guðrún tók brons í sínum flokki og stóð sig frábærlega.
Daði Steinn tók gull í -88, það voru 24 manns í flokknum sem var stærsti flokkurinn á mótinu. Daði Steinn glímdi 5 glímur og vann þær allar á submission.
Karlotta​ var stórkostleg! Hún stóð sig vel í sínum flokki og tók gullið örugglega. Hún tók einnig silfur í opna flokknum og vann sér það algjörlega inn!
Ólöf​ barðist hart og tók tvöfalt gull í dag, hún vann bæði sinn flokk og opna flokkinn. Hún átti hörku erfiðar glímur og kom út á toppnum!

Við erum öll ótrúleg stolt af hópnum og glæsilegum árangri þeirra.

 

IMG_0274-3

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.