
15 Jun Glæstur sigur hjá VBC í Svíþjóð á laugardaginn.
Glæsilegur árangur náðist hjá VBC Iceland um helgina þegar þeir Þórður Bjarkar, Sæmundur Ingi og Birgir Þór kepptu á Supremacy Amatuer League í Stokkhólm. Hér má nálgast úrslit mótsins.
Þórður Bjarkar keppti á móti Mathias Hofvander í C Class bardaga sem Þórður vann með yfirburðum á dómaraúrskurði 3-0. Hér má sjá bardaga Þórðar á Youtube.
Sæmundur Ingi keppti sinn fyrsta bardaga á laugardaginn á móti Jonny Karlsson og keppti einnig í C Class, Sæmundur vann á tæknilegur rothöggi í lotu 2. Hér má sjá bardaga Sæmunds á youtube.
Birgir Þór keppti sinn sjötta bardaga á 14 mánuðum í B Class 5 tveggja mín lotur á móti sterkum andstæðing frá VBC í Svíþjóð Bastri Veseli. Birgir vann sannfærandi sigur á dómaraúrskurði 3-0.
Hér má sjá bardaga Birgirs á youtube.
Við hjá VBC erum mjög ánægð og stolt af stórglæsilegum árangri hópsins sem hélt til Svíþjóðar og staðfestir þessi ferð það öfluga og góða starf sem á sér stað í klúbbnum okkar, þar sem allir vinna saman að uppbyggingu bardagaíþrótta á Íslandi.
Sorry, the comment form is closed at this time.