Glímukappar úr VBC keppa á Mjölnir Open Ungmenna

Fyrsti keppnisdagur á Mjölnir Open Ungmenna fór fram í dag. Þrír iðkendur úr barna og unglingastarfi VBC tóku þátt, Sóley, Jónas og Jörundur.  Þau stóðu sig öll með prýði og Sóley endaði á að sigra sinn flokk.  Við þökkum Mjölni fyrir flott mót og óskum keppendum til hamingju með árangurinn. Framtíðin er björt hjá þessum glímuköppum!