
05 Jun Guðrún Björk með 1 gull og 3 silfur á Naga á spáni
Guðrún Björk, þjálfari barna og unglinga hjá VBC, keppti um helgina á Naga á spáni. Alls keppt hún í 4 flokkum,
Guðrún Björk Jónsdóttir, þjálfari barna og unglinga í BJJ hjá VBC, tók þátt á NAGA móti sem fór fram í Malaga. Hún keppti í expert flokki í nogi (án galla) en expert flokkurinn er ætlaður fjólublá belti og hærra gráðaða. Þess má geta að Guðrún er með blátt belti. Einnig keppti hún í gi í flokki fyrir blá og fjólublá belti.
Guðrún vann sinn flokk í nogi og fékk silfur í gi. Henni var einnig boðið að keppa í flokknum fyrir ofan sig í bæði gi og nogi og að sjálfsögðu tók hún því með glöðu geði. Í þeim flokki fékk hún silfur í bæði gi og nogi. Hún keppti því í fjórum flokkum og tekur heim þrjár silfur medalíur og eina gull. Glæsilegur árangur hjá Guðrúnu.
Sorry, the comment form is closed at this time.