Guðrún Björk með 3 gull og 1 silfur á Spanish national

IMG_20180618_214647

Guðrún Björk Jónsdóttir, meðlimur VBC náði frábærum árangri um helgina á Spanish nationals. Mótið fór fram í Guadalajara, rétt fyrir utan Madrid á Spáni. Hún keppti alls í fjórum flokkum og vann þrjú gull og eitt silfur.

Í gi vann Guðrún gull í -79,5 kg flokki eftir að vinna andstæðing sinn örugglega á stigum. Í opnum flokki í gi hafnaði Guðrún í öðru sæti þar sem hún vann fyrstu glímuna sina á stigum og tapaði í úrslitum á dómaraúrskurð.

Í nogi tók Guðrún gull í -76,5 kg flokki og í þeim opna. Hún vann úrslitaglímuna sína í -76,5 kg á stigum. Í opna flokknum vann hún fyrstu glímuna sína á stigum og þá seinni á armbar olnbogalás.

Spanish nationals er stórt aljóðlegt mót þar sem fólk allstaðar að mætir til leiks. Þetta er svo sannarleg flottur árangur hjá Guðrúnu og erum við stolt af henni.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.