HFK_logo (1)

Facebook síða Hnefaleikafélags Kópavogs

Grein sem birtist á Vísir í maí 2013.

 

Hnefaleikafélag Kópavogs (HFK) var stofnað í febrúar 2013 af Kjartani Guðmundsyni og Jafet Þorsteinssyni.

Starf félagsins hefur verið mjög farsælt og hefur félagið sópað til sín verðlaunum í gegnum árin.

Fjölmargir Íslandsmeistaratitlar, 3 Gull og 3 silfur verðlaun á ACBC, fjögur silfurverðlaun á Norðurlandamótum, gull verðlaun á alþjóðamóti Boxam á Spáni og fjölmörg gullverðlaun úr klúbbamótum innanlands og erlendis.

 

Jafet Örn Þorsteinsson var valinn hnefaleikamaður ársins 2017, Emin Kadri Eminsson hnefaleikamaður ársins 2018, 2019 og 2020. 

Barna og ungmennastarf félagsins er mjög líflegt, en æfingar eru í boði fyrir börn frá sex ára aldri. Unglingahópur leggur stund á diplóma hnefaleika sem byggja upp á tækni og léttar snertingar.

 

Margar keppnir eru á tímabilinum og safna iðkendur sér inn stigum og fá þá verðlaun. 

Stjórn félagsins. 

 

Formaður Rúnar Svavarsson

Meðstjórnendur Jafet Örn Þorsteinsson, Einar Tryggvi Ingimundarson og Kjartan Valur Guðmundsson