Hnefaleikamót HFK/VBC 21 febrúar

21 febrúar fer fram hnefaleikamót í húsnæði Hnefaleikafélag Kópavogs og VBC MMA á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi.

 
Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem farið verður eftir nýjum reglum alþjóðar hnefaleikasambandinu AIBA, helstu breytingar þar á eru að Elite karlar 19 ára og eldri keppa án höfuðhlífa ásamt því að dómarakerfinu hefur verið breytt í 8-10 regluna.
6 Grænlenskir hnefaleikakappar taka þátt á mótinu ásamt fremstu hnefaleikamönnum og konum landsins.
Ætlað er að 12 viðureignir fara fram um kvöldið en húsið opnar klukkan 18.00 og hefst keppni 19.00

 

Alþjóðlega Hnefaleikasambandið (AIBA) gaf út nýjar keppnisreglur sem tóku gildi 2013. Í nýju reglunum eru helstu breytingar þær að dómgæsla breytist á þann veg að meira er litið til hæfni keppenda en högga sem þeir ná á andstæðing sinn. Einnig að karlmenn 19 ára og eldri mega ekki lengur nota höfuðhlífar, á móti kemur að notaðir eru efnismeiri hanskar þ.e. 12oz í stað 10oz.

 

9008_834451826627986_4563644155032570109_n

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.