Hnefaleikar

11781604_811317575643066_8535999956600572202_n

Barnabox 5 – 11 ára
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískir hnefaleikum á hraða hvers og eins.
Á námskeiðinu er lagt upp á hópefli í gegnum leiki og að hver og einn njóti sín í tímanum.
Styrkur, sjálfsöryggi, vitund, virðing, agi og ábyrgð eru algeng gildi sem krakkarnir læra í gegnum hnefaleikaíþróttina. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

Unglingabox 12-15 ára
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum. Dagskráin er byggð upp til að kenna tækni sem miðast við getu, lipurð og sveigjanleika einstaklingsins í skemmtilegu, vingjarnlegu og gagnvirku umhverfi. Góð leið til að komast í betra form, eignast vini og hafa gaman.

 

Box Byrjendur 16 ára og eldri
Farið er í gegnum grunnatriðin í Ólympískum hnefaleikum skref fyrir skref.
Hér er meira lagt upp úr undirbúningi einstaklingsins í framhaldstíma. byggja upp áhuga og skilning á íþróttinni. 
 

 

Hnefaleikar Framhaldstímar.
Hér er farið í flóknari tækni atriði og samhæfingar margra þátta. Rík áhersla er lögð á gagnvirka þjálfun með félaga til þess að hjálpa til við skilning á notkun þeirrar tækni sem kennt er. Tækni, þol og styrktarþjálfun er mikilvægur þáttur samhliða sparræfingum.

Stundatafla

 

Þjálfarar Jafet Örn Þorsteinsson, Kjartan Valur Guðmundsson, Rúnar Svavarsson, Þorgils Eiður Einarsson og Ásgrímur Egilsson.