Horfum aftur til ársins 2015

jolakvedja_vbc

 

 

Horfum aftur til ársins 2015

 

Árið 2015 hefur aldrei verið glæsilegra hjá okkur í VBC MMA og Hnefaleikafélagi Kópavogs. Starfið hefur stækkað og stækkað frá því við opnuðum á Smiðjuvegi en það eru komin tvö ár síðan. Fleirri og fleirri leggja leið sína upp í Kópavog til þess að svitna og hamast á fjölbreyttilegan hátt. Margt hefur gerst á árinu og ætlum við að fara aðeins yfir hvað stóð upp úr.

 

Unglinga og barna starfið hefur farið vel fram. Hægt og rólega höfum við byggt upp frábæra hópa af krökkum sem hafa haft gaman af öðruvísi æfingum heldur en það sem er boðið upp á annarstaðar. Unglinga og barnastarfið er eitthvað sem við ætlum að einblína mikið á í framtíðinni og byrjum við strax aftur janúar.

 

Húsnæðið hefur tekið stakkaskiptum seinustu ár hjá okkur. Við höfum farið í litlar og stórar framkvæmdir á árinu. Við styrktum gólfið á BJJ svæðinu uppi og um leið dýnulögðum allt rýmið okkar. Eins og góðu félagi sæmir þurftum við enga utanaðkomandi í þær framkvæmdir heldur voru það okkar eigin félagar sem sáu um þær og viljum við auðvitað þakka þeim kærlega fyrir hjálpina. Einnig var farið í að laga og bæta aðgengi inn í karlaklefa og stækkað var BJJ svæðið til muna.

 

Nýr þjálfari leit dagsins ljós þar sem Lísa úr spartanþrekinu ákvað að setjast á skólabekk og tók minna starf að sér í spartanþrekinu. Þá opnaðist pláss fyrir Jón Inga sem hefur staðið sig frábærlega.
Við fengum einnig gamlan vin aftur inn í hús til okkar en Wrestling þjálfarinn Igor Gladun hefur aftur hafið kennslu.

 

VBC hélt annað sitt Hvítur á leik mót fyrir hvítbeltinga í brasilísku jiu jitsu en þau eru frábær fyrir þá sem vilja prófa sig áfram gegn andstæðingum með sömu hæfni. Box mót var einnig haldið innan veggja VBC og fóru bæði mótin fram með stakri prýði.

 

Mikið var sótt að seminars og voru þau þrjú talsins þetta ár. Að þessu sinni var það þjálfari Rumble Sport og svartbeltingurinn Arnar Freyr Vigfússon sem fékk að sýna listir sínar. Seph Smith fyrsti svartbeltingurinn undir Ryan Hall kom í nokkra daga og hélt einnig seminar. Þeir Michael og Anders Rosendal komu til okkar í ágúst sem bæði gestaþjálfarar og einnig héldu þeir seminar. Þeir komu báðir frá Arte Suave í Danmörku sem er einnig undir Checkmat sem og VBC er.

 

Stærsta gráðun VBC til þessa var einnig á árinu. Þar voru iðkendur búnir að vinna sér inn fyrir þrem fjólubláaum beltum og fjórum bláum beltum en um fjörtíu tóku þátt í gráðuninni. Rétt fyrir það hafði þjálfari okkar Daði Steinn fengið brnt belti. Við óskum öllum beltahöfum innilega til hamingju.

 

VBC MMA hefur verið mjög dugleg að fara í keppnisferðir utanlands sem og innan. Sex keppnisferðir hafa verið farnar á árinu og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

 

Iðkenndur úr Brazilian Jiu Jitsu hafa verið dugleg að fara út að sækja sér visku og einnig keppa.

 

Þjálfari okkar Daði Steinn og Ólöf Embla tóku þátt í No-Gi og Gi keppni í bandaríkjunum nánar tiltekið í Richmond og fengu þar ekki dæmt á sig stig og unnu bæði flokkana sína auðveldlega.

Guðrún Björk og Ólöf Embla héldu einnig til Portúgal og tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í BJJ. Þær komust báðar á verðlaunapall. Ólöf Embla sigraði sinn þyngdarflokk og Guðrún hafnaði í öðru sæti eftir erfiða glímu.

 

Tíu keppendur frá VBC tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í BJJ á þessu ári og úr varð glæsilegur árangur. Iðkendur frá VBC unnu til fimm verðlauna þar á meðal þrjú gull og Ólöf Embla sigraði bæði sinn þyngdarflokk sem og opinn flokk kvenna.

VBC sendi einnig iðkendur á Íslandsmeistaramót Unglinga þar tóku átta frá VBC þátt og tveir í krakkahóp. Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust þar og eitt silfur.

 

VBC tók þátt í fjölda innanlandsmóta þar á meðal Mjölnir Open, Mjölnir Open unglinga, Grettismót Mjölnis, Fenrir Open og Hvítur á leik 2. Þátttakendur frá VBC stóðu sig eins og alltaf með stakri prýði og samanlagt komust 20 á verðlaunapall á þeim mótum.

 

Sparkboxararnir okkar voru aktívir að vanda og fóru í þrjár ferðir til útlanda að keppa. Alls fóru sjö út fyrir landsteinana sumir að keppa sinn fyrsta bardaga en aðrir að keppa sinn fimmtánda. Muay Thai þjálfarinn okkar Þórður Bjarkar fór þrisvar út og sigraði þar alla bardaga sína gegn sterkari og sterkari andstæðingum. Birgir Þór, Örnólfur Þór, Pichet, Valdimar, Viktor Freyr og Sæmundur fóru einnig allir að keppa fyrir utan landsteinana.

 

Hnefaleikafélag Kópavogs gerði sér lítið fyrir og fór í hnefaleikaferð til Svíþjóðar. Þjálfari HFK og VBC Jafet Örn keppti í A-klassa ásamt Sigurjóni. Arnór, Rúnar og Kristján kepptu einnig fyrir hönd HFK en þó fór sem fór og ekki náðist sigur í hús. Þó fylltist reynslubankin að ómetanlegri reynslu í þessari fyrstu hnefaleikaferð HFK.

 

Á nýju ári vonum við að sjá alla iðkendur aftur og halda áfram að gera æfingarstöðina að þæginlegum og góðum stað til þess að æfa á. Við viljum óska öllum iðkendum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.