Jafet Örn Þorsteinsson hnefaleikamaður ársins 2017

jafet_hnefaleikamadur_2017

 

 

Jafet VBC/HFK var valin Hnefaleikamaður ársins 2017 af Hnefaleikasambandi Íslands. Jafet hefur verið mjög virkur á árinu og byrjaði árið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitillinn í fjórða sinn. Jafet var valinn hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins í þriðja sinn í röð og hlaut fyrir vikið Bensabikarinn til eignar.
Hann keppti á fjórum stórmótum erlendis á árinu. Í apríl keppti hann fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu enn þar tapaði hann á klofinni dómaraákvörðun á móti Oliver Flodin sem mun keppa fyrir Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2020. Því næst keppti hann í júní á Haringey mótinu í Englandi, (430 keppendur skráðir). Þar keppti Jafet í A klass flokki en slasaðist í annarri lotu eftir skalla í fyrstu viðureign og fór ekki áfram á mótinu. Því næst keppti Jafet í nóvember á ACBC í Gautaborg (450 keppendur skráðir) en þar tapaði hann á klofinni dómaraákvörðun í fyrstu viðureign á móti sigurvegara mótsins eftir mjög jafnan og skemmtilegan bardaga. Jafet keppti síðan fyrir hönd Íslands í nóvember á Tammer Tournement í Finnlandi enn þar datt Jafet út í fyrstu viðureign á móti sigurvegara mótsins frá því í fyrra en var landi sínu til sóma í stærsta flokki mótsins.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.