Karlotta Brynja með tvöfalt gull á Mjölnir open

 

KarlottaMO

Mjölnir Open var haldið í þrettánda sinn í dag í húsakynnum Mjölnis. Keppt var í nogi (án galla) og voru 55 keppendur skráðir til leiks frá fimm félögum. Tveir keppendur kepptu fyrir hönd VBC í ár en það voru þau Davíð Freyr Guðjónsson og Karlotta Brynja Baldvinsdóttir.

 

Davíð Freyr keppti í stærsta flokki mótsins og tapaði því miður fyrstu glímunni sinni á tveimur stigum, en sú glíma var á móti Matthew Miller. Karlotta Brynja vann tvöfalt gull með öruggan sigur í bæði sínum flokki og opnum flokki kvenna.

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.