27 Dec Kryddsíld VBC MMA
2014 hefur verið viðburðarikt ár hjá VBC og hefur starfið vaxað og dafnað.
Eftir að klúbburinn flutti frá Stangarhylnum í stærra og betra húsnæði í Kópavogi fjórfaldaðist fjöldi iðkennda og telur nú 200 manns.
VBC starfar undir fánum Checkmat og erum við afar stolt af því að vera partur af þeirri keðju, en Checkmat eru ein stærstu BJJ samtök í heiminum í dag. VBC stóð fyrir 4 viðburðum á árinu og þóttu þau öll heppnast einstaklega vel.
Hnefaleikamót nr.1 var haldið í apríl og sóttu 300 manns viðburðinn. Hvítur á leik, fyrsta hvítbeltingamót landsins var haldið í húsakynnum VBC í júni og tóku 57 manns þátt í mótinu og húsfyllir var allann daginn. Í lok nóvember var svo haldið Hnefaleikamót nr.2 og fyrr um daginn fór fram diplomamót ungmenna í fyrsta skipti. Keppendur frá 5 hnefaleikafélögum tóku þátt seinna um kvöldið og mætti um 400 manns að fylgjast með flottu hnefaleikamóti.
VBC hóf BJJ starf undir leiðsögn Daða Steins seint á síðasta ári og hefur það starf blómstrað á árinu 2014.
BJJ iðkenndur VBC hafa verið duglegir að taka þátt í mótum hér heima sem og erlendis og er stefnan tekin á Evrópumeistaramótið í Portúgal sem fram fer í janúar. Liðið hefur rakað að sér medalíum á öllum mótum sem það tók þátt í á árinu og meðal annars unnust 5 Íslandsmeistaratitlar á síðasta Íslandsmeistaramóti.
.
Hnefaleikastarfið er ungt hjá okkur (2103) en strax höfum við stimplað okkur rækilega inn í hnefaleikasenuna á Íslandi með virka nefndamenn í HNÍ og öfluga hnefaleikamenn. Eins og áður segir voru tvö hnefaleikamót haldin á árinu, fyrsta mótið var einnig það fyrsta sem haldið hefur verið í sögu Kópavogsbæjar.
.
VBC hefur löngum verið þekktur sem öflugur Muay Thai klúbbur og leiðandi í því starfi á íslandi. Á því hefur engin breyting orðið síðustu ár og er stefnan sett á að stofna Muay Thai samband Íslands með aðstoð sænska MT sambandsins.Síðastliðið sumar sendum við 3 keppendur á Superemacy Legacy kvöldið í Stokkhólmi þar sem 3 gullverðlaun komu heim með farangrinum. Birgir Þór keppti um Danska meistarabeltið í desember og stóð sig með miklum sóma þó sigurinn hafi ekki orðið hans það kvöld, en hann fær annað tækifæri til að ná beltinu í maí 2015.
.
MMA starfið fór af stað hjá okkur í haust 2014 undir leiðsögn James Davis svartbelting í BJJ og reynslubolta í blönduðum bardagalistum. MMA Starfið er ungt og efnilegt og ekki þykir ósennilegt að þar leynast framtíðarstjörnur íþróttarinnar.
.
Barna og unglingstarfið í VBC er ungt og hófst það á árinu með góðum árangri 3 Íslandsmeistaratitlar ungmenna í BJJ og tóku fjórir þátt í Diplómamóti í hnefaleikum sem haldið var húsnæði okkar í nóvember með góðum árangri.
.
Við lítum björtum augum til ársins 2015 og viljum við óska öllum velunurum klúbbsins gleðilegs nýs árs með þökk fyrir árið sem er að líða.
Fyrir hönd VBC MMA, Íþróttafélags
Stjórnin
.
Sorry, the comment form is closed at this time.