Ókeypis stelputímar í BJJ í mars

UF2A9696

Svokallaður meistaramánuður líður undir lok á næstu vikum, en það er engin ástæða til að hætta að ögra sjálfum sér og prófa eitthvað nýtt. VBC mun næstkomandi mars bjóða öllum áhugasömum stelpum að mæta á glímugólfið einu sinni í viku út mánuðinn og læra brasilískt Jiu-Jitsu undir leiðsögn Ólafar Emblu Kristinsdóttur. Markmið okkar er að kynna íþróttina fyrir stelpum á öllum aldri í jákvæðu og öruggu umhverfi og verður frítt að mæta í tímana allan mánuðinn. Þetta er því kjörið tækifæri til að byrja!

 

Ólöf Embla hefur heldur betur staðið upp úr í íþróttinni undanfarin ár. Hún var evrópumeistari hvítbeltinga árið 2015 og hefur unnið sér inn fimm íslandsmeistaratitla. Þess má einnig geta að hún var valin glímukona ársins 2016 eftir glæsilega frammistöðu sem þjálfari og keppandi bæði hér á landi og í Englandi.

 

20170513_155253(1)

Brasilískt Jiu-Jitsu er gólfglíma sem er byggð á þeirri hugmynd að veikari einstaklingur geti varið sig gegn stærri og sterkari andstæðing með því að nota vogarafl og góða tækni. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Íþróttin kennir iðkendum að nota líkama sinn á hátt sem aðrar íþróttir krefjast ekki og eykst líkamsvitund til muna. Tæknin í tímunum verður hugsuð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni en samt sem áður ættu allir að geta lært eitthvað sér til hags.

 

 

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en mætt er á fyrstu æfinguna:

  • Æskilegur fatnaður er ekkert hátíðlegra en venjuleg íþróttaföt. Mælt er þó með að koma ekki í víðum fötum né hlýrabolum.
  • Húsakynni VBC eru við Smiðjuveg 28, í grænu götunni
  • Ef spurningar vakna er um að gera að henda línu á vbc@vbc.is
  • Tímarnir verða kenndir í mars á þriðjudögum klukkan 20:00 – 21:00 frá og með þriðjudeginum 6. mars
  • Hægt er að fylgjast með á faceobook eventinu: Ókeypis stelputímar í BJJ í mars hjá VBC
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.