Það er alltaf gaman þegar keppnir fara fram í jiu jitsu!
BJÍ hefur staðið sig stórkostlega í því að skipuleggja þetta mót sem gekk mjög vel og allir sem komu að því eiga stórt hrós skilið fyrir frábært starf.
Sérstaklega gaman þegar Íslandsmeistaramótið fer fram enda er mikið í húfi og allir mæta til að sýna sínar bestu glímuhliðar.
Fjölmargir keppendur tóku þátt fyrir hönd VBC í ár, bæði í flokki barna og unglinga, sem og í flokki fullorðinna.
Við skulum byrja á því að kíkja á árangurinn í flokki barna og unglinga:
105 iðkendur voru skráðir á mótið og voru 29 iðkendur frá VBC.
Okkar fólk stóð sig alveg hreint stórkostlega og við erum virkilega stolt af iðkendunum okkar sem eru stöðugt að bæta sig!
Í flokki "Stelpur 6 - 7 ára - 25 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Dalrós Eiðsdóttir tók gull
Laufey Líf Þrastardóttir tók silfur
Í flokki "Stelpur 6 - 7 ára - 30 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Maren Sól Pálsdóttir tók gull
Í flokki "Stelpur 8 - 9 ára - 25 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Dimmey Líf Oddsdóttir tók gull
Í flokki "Stelpur 10 - 13 ára + 45 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Camilla Rós Árnadóttir tók gull
Í flokki "Stelpur 16 - 17 ára - 60 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Ella Rogge tók gull
Í flokki "Strákar 4 - 5 ára - 30 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Stormur Hallsson tók gull
Í flokki "Strákar 6 - 7 ára - 25 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Andri Þór Arnarsson tók silfur
Í flokki "Strákar 6 - 7 ára - 35 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Víkingur Manuel Elíasson tók gull
Í flokki "Strákar 8 - 9 ára - 35 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Úlfur Már Kruger tók gull
Í flokki "Strákar 10 - 11 ára - 35 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Helgi Bjarg Einarsson tók gull
Í flokki "Strákar 10 - 11 ára + 45 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Roberts Buncis tók gull
Alexander Davíðsson tók brons
Í flokki "Strákar 12 - 13 ára - 45 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Rihards Zvejnieks tók gull
Í flokki "Strákar 12 - 13 ára - 55 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Pétur Dan Nikolov tók gull
Jonathan Logi Avraham tók silfur
Aleksander Kwapisz tók brons
Í flokki "Strákar 14 - 15 ára - 55 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Elmar Elmarsson tók gull
Daði Hrafn Yu Björgvinsson tók silfur
Í flokki "Strákar 14 - 15 ára - 65 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Orri Freyr Guðmundsson Brown tók gull
Úlfar Kári Þórsson tók silfur
Í flokki "Strákar 16 - 17 ára - 75 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Dagur Smári tók silfur
Ella Rogge tók brons
Í flokki "Strákar 16 - 17 ára + 75 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Jökull Sindrason tók brons
Þannig til að taka þetta saman voru 29 iðkendur sem tóku þátt og það skiluðu sér 24 medalíur í hús og þar af 14 gull sem er stórkostlegur árangur.
Virkilega vel gert, þið megið vera gífurlega stolt!
Næst skulum við færa okkur yfir í flokk fullorðinna!
Frá VBC voru sex iðkendur sem voru skráðir til leiks.
Eins og við var að búast stóðu þau sig einnig gífurlega vel!
Í flokki hvítbeltinga -82,3 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Szymon Zaczek tók gull
Þröstur Njálsson tók silfur
Í flokki fjólublábeltinga, brúnbeltinga og svartbeltinga karla +100,5 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Hallur Sigurðsson tók silfur
Í flokki fjólublábeltinga, brúnbeltinga og svartbeltinga kvenna -74 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Sigurdís Helgadóttir tók silfur
Í flokki fjólublábeltinga, brúnbeltinga og svartbeltinga kvenna +74 kg voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir tók gull
Í opnum flokki karla tók Hallur Sigurðsson svo brons og í opnum flokk kvenna tók svo Heiðrún Fjóla Pálsdóttir einnig gull!
Við höfum því sem stendur 16 íslandsmeistara í sínum flokki frá VBC sem er sturlaður árangur.
Innilega til hamingju allir saman, við erum mjög stolt!
Ljósmyndari: Szymon Zaczek
Kær kveðja,
VBC.
Comments