top of page
  • Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Íslandsmeistaramót Fullorðinna 2023 og Íslandsmeistaramót barna- og unglinga 2023!

Núna um helgina fór fram íslandsmeistaramót fullorðinna og íslandsmeistaramót barna árið 2023!

Mótið fór fram í húsnæði Ármanns í Engjavegi 7.


9 einstaklingar kepptu fyrir hönd VBC á Íslandsmeistaramóti Fullorðinna 2023 og þau stóðu sig öll frábærlega!


Símon Martinsson keppti í -70 kg flokki karla

Þröstur Njálsson keppti í -88.3 kg flokki karla

Skúli R keppti í -94.3 kg flokki karla

Milosz Sipka og Hallur Sigurðsson kepptu í +100.5 kg flokki karla

Benedikt Þorgeirsson keppti í -94.3 kg flokki karla

Þórhanna Inga keppti í -64 kg flokki kvenna.

Isabella Sól keppti í -58.5 kg flokki kvenna.

Sigurdís Helgadóttir keppti í -74 kg flokki flokka.


Fimm af okkar keppendum komust á pall og umfjöllum um þeirra glímur má finna hér að neðan:


Símon Martinsson vann silfur í sínum flokki, en hann sigraði glímuna sína gegn Friðrik Mána með uppgjafartaki. Hann keppti einnig á móti Sau Medina en þeirri glímu tapaði hann 0-4 á stigum.

Við óskum honum til lukku með silfrið í sínum flokki!


Sigurdís Helgadóttir vann silfur í sínum flokki, Sigurdís sigraði glímuna sína gegn Kolfinnu Þöll á stigum en þurfti svo lúta í lægri hlut gegn Heklu Maríu og silfur því niðurstaðan! Innilega til hamingju með árangurinn Sigurdís!


Ísabella Sól Tryggvadóttir vann sigur í sínum flokki, -58.5 kg flokki, Ísabella keppti tvisvar gegn Söru Smáradóttir og vann báðar glímurnar gegn henni. Aðra þeirra vann hún með uppgjafartaki og hina vann hún á stigum. Innilega hamingjuóskir með gullið Ísabella!


Þórhanna Inga keppti í -64 kg flokki og mætti Eddu Falak tvisvar, Þórhanna barðist vel en tapaði því miður báðum glímunum og fær því silfur í þetta sinn.


Hallur Sigurðsson keppti í +100.5 kg flokki og sigraði allar sínar glímur, tvær með uppgjafartaki og eina á stigum. Hann hreppti því gull í sínum flokki og við óskum honum innilega til hamingju með það!


Íslandsmeistaramót barna- og unglinga 2023 fór svo fram á Smiðjuvöllum 4 í Reykjanesbæ þann 22. október 2023.


22 iðkendur kepptu fyrir hönd VBC á mótinu og stóðu sig öll með prýði.


Dalrós Eiðsdóttir og Tanya Lind Birgisdóttir kepptu í 5 - 7 ára flokk - 25 kg

Dimmey Líf Oddsdóttir og Maren Sól Pálsdóttir kepptu í 7-9 ára flokk - 25 kg

Tanya Sjöfn Gunnarsdóttir keppti í 7 - 9 ára flokk + 35 kg

Ísbrá Eiríksdóttir keppti í 10 - 11 ára flokk - 30 kg

Camilla Rós Árnadóttir og Indi Karen Kjerulf keppti í 9 - 11 ára flokk +45 kg

Óðinn Logi Oddsson keppti í 4 -5 ára flokki - 20 kg

Kristó Karel Árnason og Andri Þór Arnarsson kepptu í 4 - 5 ára flokk - 25 kg

Víkingur Manuel Elíasson og Óðinn Logi Þórðarson kepptu í 6 - 7 ára flokk - 25 kg

Úlfur Már Kruger og Víkingur Árni Hallsson kepptu í 8 - 9 ára flokk - 35 kg

Helgi Bjarg Einarsson og Rihards Zvejnieks kepptu í 10 - 11 ára flokk - 35 kg

Roberts Buncis keppti í 10 - 11 ára flokk - 40 kg

Elmar Elmarsson, Aleksander Kwapisz og Daði Hrafn Yu Björgvinsson kepptu í 12 - 13 ára flokk - 45 kg

Úlfur Kári Þórsson keppti í 14 - 15 ára flokk - 55 kg.


Dalrós Dögg Eiðsdóttir fékk gull í sínum flokk.

Maren Sól Pálsdóttir tók silfur í sínum flokk.

Tanja Sjöfn Gunnarsdóttir tók brons í sínum flokk.

Ísbrá Eiríksdóttir tók silfur í sínum flokk.

Camilla Rós Árnadóttir tók brons í sínum flokk.

Óðinn Logi Oddsson tók gull í sínum flokk.

Kristó Karel Árnason tók gull í sínum flokk en ásamt því náði Andri Þór Arnarsson silfri í sama flokk.

Víkingur Manuel Elíasson tók gull í sínum flokk.

Rihards Zvejnieks tók gull í sínum flokk.

Roberts Bunics tók silfur í sínum flokk.

Elmar Elmarsson tók gull í sínum flokk.


Við viljum óska þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn og flottar bætingar!


Til hamingju allir og við hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti.


Kær kveðja, VBC!108 views0 comments

תגובות


bottom of page