Í gær fór fram áttunda umferð í BJJ mótaröð ungmenna hjá okkur í VBC.
Um er að ræða ein af stærstu umferðunum til þessa, en alls tóku þátt 92 ungmenni á aldrinum 4-17 ára í 188 viðureignum.
Mótið gekk mjög vel fyrir sig og allir þátttakendur mega vera stolt af sínum glímum. Við erum virkilega stolt af því að standa á bakvið þessa mótaröð með það í huga að þjálfa ungmennin í BJJ á landinu í því að keppa og það er greinilegt að þeim fer fram í hvert skipti sem þau keppa.
Það er líka gaman að sjá að keppendum fjölgar sífellt svo það eru stöðugt fleiri að taka sín fyrstu skref í því að keppa sem er mikilvægt fyrir sportið í heild sinni.
Við viljum þakka sjálfboðaliðum sem leggja okkur lið við að láta þessa mótaröð verða að veruleika.
Við sjáumst í mótaröð 9!
Comments