top of page
  • Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Byrjendanámskeið - Brasilísku jiu jitsu, hnefaleikum, muay thai

Ný byrjendanámskeið verða í boði frá og með 6. febrúar næstkomandi!

Boðið er uppá námskeið í Brasilísku Jiu Jitsu, Hnefaleikum og Muay Thai, sem sagt eitthvað fyrir alla!


Það er ekki gerð nein þörf á reynslu af bardagaíþróttum á þessum námskeiðum og eru þau mjög byrjendavæn.


Farið verður yfir allar helstu grunnstöður í hverri íþrótt fyrir sig, til að gefa iðkendum skýra hugmynd um hvað hver íþrótt snýst um.


Þjálfarar í námskeiðunum eru eftirfarandi:

Brasilískt Jiu Jitsu - Davíð Freyr Guðjónsson

Hnefaleikar - Jafet Örn Þorsteinsson

Muay Thai - Aurel Daussin og Birgir Þór.


Mikilvægt er að koma í fatnaði sem þér líður vel í og er þægilegt að hreyfa sig í, án rennilása (því þeir geta skaðað dýnurnar sem æft er á, ásamt því að geta skaðað æfingarfélagann.


Komdu og prófaðu eitthvað nýtt í uppbyggjandi og skemmtilegu umhverfi!


Skráðu þig hér:Hlökkum til að sjá þig,

Kær kveðja, VBC!140 views0 comments

Comments


bottom of page