Nú fer að koma að næstu umferð í mótaröð ungmenna í brasilísku jiu jitsu.
Fimmta umferðin fer fram þann 5. mars næstkomandi og keppt verður í gi.
Dagskráin er eftirfarandi: Húsið opnar klukkan 09:00. Reglufundur verður 09:45. Fyrstu glímur hefjast á slaginu 10:00.
Skráningarfrestur er til 3. mars.
Skráningargjald:
Early Bird skráningargjald: 1.500 kr
Almennt skráningargjald: 2.000 kr
Late Fee skráningargjald: 3.000 kr
Upplýsingar um aldurs- og þyngdarflokka og um reglur má finna inná https://smoothcomp.com/en/event/10692/page/23374/aldurs-og-thyngdarflokkar
Mótið er til þess hannað að þjálfa iðkendur í því að keppa í raunverulegum aðstæðum.
Mótið fer fram í húsnæði VBC sem er í Smiðjuvegi 28 (græn gata) 200, kópavogi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Comments