top of page

Frábær árangur á Sleipnir Open!

Writer: Torfi Þór TryggvasonTorfi Þór Tryggvason

Sleipnir Open var haldið í gær, sunnudaginn 13. febrúar og frá okkur kepptu fimm keppendur.

Þeir stóðu sig allir með sannri prýði á skemmtilegu móti þar sem glímurnar voru 15 mínútur submission only.


Birkir Ólafsson vann gull í -79 kg flokk.

Egill Logason vann gull í -85 kg flokk

Daði Steinn vann gull í +97 kg flokk


Ásamt þeim kepptu þeir Dagur Björn og Birkir Freyr fyrir okkar hönd en unnu ekki sigur í þetta sinn gegn mjög sterkum andstæðingum.


Vel gert strákar!


Mótið var haldið sem styrkarmót til stuðnings þeirra Birnis Birnssonar og Andreu Aspar, við hvetjum alla til að styrkja þau sem hafa tök á, sendum þeim góða strauma.

Kt: 1203992179

Rknr: 0142-15-383343



 
 

コメント


VBC 

Smiðjuvegi 28, 200 Kópavogi

4169001

vbc@vbc.is

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page