top of page
  • Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Góður árangur Emins og Ísaks á boxmótum erlendis!

Emin Kadri Eminsson keppti helgina 17 – 18 mars í Pasavalys í Litháen á alþjóðlegu móti þar sem keppendur komu frá Íslandi, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Emin keppir í A Class – 71 kg Elite.


Í undanúrslitum mótsins keppi Emin á móti sterkum mótherja sem er númer tvö í landsliði Litháa. Emin sýndi virkilega góða tækni og sigraði þann bardaga örugglega 3-0. Í úrslitum mótsins mætti Emin landsliðsmanni númer 1 frá Litháen, en hann keppt yfir 100 bardaga. Emin tapaði þeim bardaga með klofinni niðurstöðu dómara, 2-1. Emin hefur verið mjög öflugur á árinu en þetta var sjöundi bardagi hans erlendis á árinu 2023. Emin Kadri en núna kominn með yfir 40 bardaga og keppir hann á meðal þeirra bestu.




Ísak Guðnason keppti um helgina fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu í hnefaleikum sem fór fram í Malmö í Svíþjóð. Ásamt Íslandi í flokknum Youth -67 kg voru Svíþjóð og Finnland. Ísak var dreginn í undanúrslitum gegn Svíþjóð, Ísak byrjaði fyrstu lotuna mjög sterkur og sýndi góða tækni. Í annarri lotunni fékk hann þungt högg í líkamann sem hann náði þó að jafna sig á og kom sterkur til baka í þriðju lotunni en það dugði þó ekki til sigurs. Ísak var að keppa í annað sinn fyrir hönd Íslands, en það eru einungis tvö ár síðan Ísak byrjaði að keppa og hann hefur keppt 21 sinnum á þessum tveimur árum.




Við komum reynslunni ríkari heim og höldum áfram að vinna að því markmiði að koma boxinu á Íslandi á næsta sig.


28 views0 comments

Comments


bottom of page