top of page
  • Writer's pictureTorfi Þór Tryggvason

Grettismótið 2023!

Síðstu helgi fór fram Grettismótið 2023, bæði í flokki fullorðinna og ungmenna.


Í flokki fullorðina voru þrír iðkendur frá VBC skráðir, en það voru þau Sigurdís Helgadóttir og Sindri Jónsson.


Sigurdís Helgadóttir tók 2. sæti í opnum flokki kvenna og við óskum henni innilega til hamingju með það! Að þessu sinni komust Hallur og Sindri ekki á pall en við sjáum þá vonandi þar á næsta móti!


Á ungmennamótinu vorum við með 22 einstaklinga skráða, sem stóðu sig öll gífurlega vel!


Í flokki 5-7 ára stúlkna í - 20 kg flokki kepptu Dalrós Eiðsdóttir og Tanya Lind Birgisdóttir undir merkjum VBC.


Dalrós vann gull í sínum flokki.

Tanya Lind vann brons.


Í flokki 5-7 ára stúlkna í - 25 kg flokki kepptu Tanja Sjöfn Gunnarsdóttir, Maren Sól Pálsdóttir og Dimmey Líf Oddsdóttir undir merkjum VBC:


Tanja Sjöfn Gunnarsdóttir vann gull í sínum flokki.

Maren Sól Pálsdóttir vann silfur.


Í flokki 10-11 ára stúlkna í - 30 kg flokki keppti Ísbrá Eiríksdóttir undir merkjum VBC og hlaut bronsverðlaun.


Í flokki 10-11 ára stúlkna í - 45 kg flokki kepptu Camilla Rós Árnadóttir og Indí Karen Kjerúlf undir merkjum VBC.


Camilla Rós Árnadóttir hlaut gullverðlaun.

Indí Karen Kjerúlf hlaut silfur.


Í flokki 12-13 ára stúlkna í + 45 flokki keppti Urður Erna Kristinsdóttir undir merkjum VBC og hlaut gull!


Vert er að nefna að Urður Erna vann einnig gull í opnum flokki stúlkna og hlaut einnig gull þar!


Í flokki 5-7 ára drengja í -20 kg flokki kepptu Kristó Karel Árnason og Óðinn Logi Oddsson undir merkjum VBC.


Kristó Karel Árnason hlaut gull í flokknum

Óðinn Logi Oddsson hlaut silfur!


Í flokki 5-7 ára drengja í -25 kg flokki kepptu Vikingur Manuel Elíasson og Óðinn Logi Þórðarson undir merkjum VBC.


Vikingur Manuel Elíasson hlaut silfur í sínum flokki!


Í flokki 8-9 ára drengja í -35 kg flokki keppti Úlfur Már Kruger undir merkjum VBC og hlaut brons í sínum flokki.


Í flokki 10-11 ára drengja í -40 kg flokki kepptu Rihards Zvejnieks og Helgi Bjarg Einarsson undir merkjum VBC.


Rihards hlaut gull í sínum flokki!


Í flokki 10-11 ára drengja í -45 kg flokki keppti Roberts Buncis undir merkjum VBC og hlaut brons í sínum flokki.


Í flokki 12-13 ára drengja í -40 kg flokki keppti Daði Hrafn Yu Björgvinsson undir merkjum VBC og hlaut gull í sínum flokki!


Í flokki 12-13 ára drengja í -45 kg flokki kepptu Elmar Elmarsson og Pétur Dan Nikolov undir merkjum VBC.


Elmar tók gull í sínum flokki og Pétur Dan tók brons.


Í flokki 14-15 ára drengja í -55 kg flokki keppti Úlfar Kári Þórsson undir merkjum VBC og hlaut brons.

Í flokki 14-15 ára drengja í -70 kg flokki keppti Orri Freyr Guðmundsson Brown undir merkjum VBC og hlaup silfur.


Þar með náðum við 19 medalíum og af því eru 9 af þeim gull sem má teljast sem afar góður árangur!


Til hamingju öll og við hlökkum til að fylgjast með ykkur á næsta móti!


Kær kveðja,

VBC!

95 views0 comments

Kommentare


bottom of page