Þá er komið að því!
Hvítur á leik árið 2023 fer fram þann 09.09.2023!
Árlegt hvítbeltingamót VBC verður haldið laugardaginn 9. september 2023
Skráningafrestur er til miðnættis 7. Sept. ATH. Early bird verð er 4.000 kr og gildir til mánudagsins 4. sept. Eftir 4. sept er skráninga verð 5.000 kr og þarf að klárast fyrir 7. sept.
Þannig um að gera að ganga frá skráningu tímanlega!
Keppt verður í gi og mun vigtun fara fram í gi.
Áætlað er að keppa í eftirfarandi þyngdarflokkum:
Kvenna:
-64 kg flokkur
-74kg flokkur
+74 kg flokkur
Karla:
-64 kg flokkur
-70 kg flokkur
-76 kg flokkur
-82 kg flokkur
-88 kg flokkur
-94 kg flokkur
-100 kg flokkur
+100 kg flokkur
Þyngdarflokkar verða hugsanlega sameinaðir ef fáir keppendur skrá sig í flokk.
Keppt verður samkvæmt IBJJF reglum fyrir hvítbeltinga, sjá http://ibjjf.org/rules/
Athugið að þetta er byrjendamót fyrir 18 ára og eldri, ætlað fyrir einstaklinga að taka sín fyrstu skref sem keppendur. Ef einstaklingar hafa mikla keppnisreynslu úr öðrum glímu íþróttum eða hafa keppt upp fyrir sig á blábeltingamóti, eru þeir almennt séð ekki taldir byrjendur. Liggi einhver vafi í þeim málum er hægt að hafa samband við mótstjóra.
Keppendur sem eru eldri en 16 ára geta fengið undanþágu til að taka þátt, með skriflegu samþykki þjálfara og forráðamanns.
Vinsamlegast vandið skráningu í réttan þyngdarflokk. Ef keppendur ná ekki viðeigandi þyngd er möguleiki að borga 2.000 kr sekt til að færa sig upp um flokk eða skrá sig í opna flokkinn. Senda má fyrirspurnir um mótið til motstjori@vbc.is
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Kær kveðja, VBC!
Comments